Eyðileggingin sögð ólýsanleg 31. október 2012 08:00 Bílstjórar í New York þurftu að hafa nokkuð fyrir því að aka gegnum flóðvatnið. nordicphotos/AFP „Þetta voru skelfilegar hamfarir, hugsanlega þær verstu sem íbúar í New York hafa nokkru sinni upplifað,“ sagði Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, á Twitter-síðu sinni. Hann sagði líklegt að afleiðingarnar kæmu ekki almennilega í ljós fyrr en að nokkrum tíma liðnum. „Eyðileggingin við strendur New Jersey er ólýsanleg,“ sagði Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey, í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN. Íbúar í New York og meðfram ströndum New Jersey urðu einna verst úti í hamförunum þegar fellibylurinn Sandy skall á seint á þriðjudegi. Tala látinna var síðdegis í gær komin upp í 35 og var búist við að hún myndi hækka. Auk veðurofsans, sem fór sums staðar yfir 50 metra á sekúndu, voru það flóðin sem ollu einna mestu tjóni. Í New York flæddi niður í nokkrar neðanjarðarstöðvar og bílastæðakjallara og víða í borgum og bæjum New Jersey var allt á floti. Reiknað er með því að lestarsamgöngur í New York komist ekki í gang aftur fyrr en um helgina, en strætisvagnakerfið byrjaði að rumska í gær og leigubílstjórar eru komnir í fulla vinnu. Meira en átta milljón manns voru án rafmagns og má búast við að marga daga taki að koma rafmagni á sums staðar. Meðal annars þykir ólíklegt að alls staðar verði komið á rafmagn fyrir forsetakosningarnar, sem haldnar verða á þriðjudag í næstu viku. Óttast er að það geti jafnvel torveldað framkvæmd kosninganna. Taka þurfti nokkra kjarnaofna í New Jersey úr notkun tímabundið, en ekki var talið í gær að hætta stafaði af neinum þeirra. Töluvert dró úr krafti veðurofsans eftir að stormurinn Sandy kom af hafi og inn á land, en hann stefndi í gær til Kanada og var farinn að valda þar verulegum usla þótt vindstyrkurinn hefði minnkað. Þá olli mikil snjókoma í Vestur-Virginíu miklum vandræðum í gær. Tengdar fréttir Skipulagi kosningabaráttunnar rústað Allt skipulag kosningabaráttu þeirra Baracks Obama og Mitts Romney fór úr skorðum þegar stormurinn Sandy skall á austurströnd Bandaríkjanna, aðeins viku fyrir forsetakosningar. 31. október 2012 08:00 Heilu hverfin á floti „Ég var bara mjög heppin. Við erum enn með rafmagn og vatn en gamla íbúðin mín er komin þrjá metra undir vatn og gömlu vinnustaðirnir mínir eru á floti,“ segir Kristín Agnarsdóttir, grafískur hönnuður, sem búsett er í Williamsburg í New York. 31. október 2012 08:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Sjá meira
„Þetta voru skelfilegar hamfarir, hugsanlega þær verstu sem íbúar í New York hafa nokkru sinni upplifað,“ sagði Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, á Twitter-síðu sinni. Hann sagði líklegt að afleiðingarnar kæmu ekki almennilega í ljós fyrr en að nokkrum tíma liðnum. „Eyðileggingin við strendur New Jersey er ólýsanleg,“ sagði Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey, í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN. Íbúar í New York og meðfram ströndum New Jersey urðu einna verst úti í hamförunum þegar fellibylurinn Sandy skall á seint á þriðjudegi. Tala látinna var síðdegis í gær komin upp í 35 og var búist við að hún myndi hækka. Auk veðurofsans, sem fór sums staðar yfir 50 metra á sekúndu, voru það flóðin sem ollu einna mestu tjóni. Í New York flæddi niður í nokkrar neðanjarðarstöðvar og bílastæðakjallara og víða í borgum og bæjum New Jersey var allt á floti. Reiknað er með því að lestarsamgöngur í New York komist ekki í gang aftur fyrr en um helgina, en strætisvagnakerfið byrjaði að rumska í gær og leigubílstjórar eru komnir í fulla vinnu. Meira en átta milljón manns voru án rafmagns og má búast við að marga daga taki að koma rafmagni á sums staðar. Meðal annars þykir ólíklegt að alls staðar verði komið á rafmagn fyrir forsetakosningarnar, sem haldnar verða á þriðjudag í næstu viku. Óttast er að það geti jafnvel torveldað framkvæmd kosninganna. Taka þurfti nokkra kjarnaofna í New Jersey úr notkun tímabundið, en ekki var talið í gær að hætta stafaði af neinum þeirra. Töluvert dró úr krafti veðurofsans eftir að stormurinn Sandy kom af hafi og inn á land, en hann stefndi í gær til Kanada og var farinn að valda þar verulegum usla þótt vindstyrkurinn hefði minnkað. Þá olli mikil snjókoma í Vestur-Virginíu miklum vandræðum í gær.
Tengdar fréttir Skipulagi kosningabaráttunnar rústað Allt skipulag kosningabaráttu þeirra Baracks Obama og Mitts Romney fór úr skorðum þegar stormurinn Sandy skall á austurströnd Bandaríkjanna, aðeins viku fyrir forsetakosningar. 31. október 2012 08:00 Heilu hverfin á floti „Ég var bara mjög heppin. Við erum enn með rafmagn og vatn en gamla íbúðin mín er komin þrjá metra undir vatn og gömlu vinnustaðirnir mínir eru á floti,“ segir Kristín Agnarsdóttir, grafískur hönnuður, sem búsett er í Williamsburg í New York. 31. október 2012 08:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Sjá meira
Skipulagi kosningabaráttunnar rústað Allt skipulag kosningabaráttu þeirra Baracks Obama og Mitts Romney fór úr skorðum þegar stormurinn Sandy skall á austurströnd Bandaríkjanna, aðeins viku fyrir forsetakosningar. 31. október 2012 08:00
Heilu hverfin á floti „Ég var bara mjög heppin. Við erum enn með rafmagn og vatn en gamla íbúðin mín er komin þrjá metra undir vatn og gömlu vinnustaðirnir mínir eru á floti,“ segir Kristín Agnarsdóttir, grafískur hönnuður, sem búsett er í Williamsburg í New York. 31. október 2012 08:00