Lífið

Í rosalegu rifrildi við mömmu

Lindsay Lohan er alltaf jafndugleg við að koma sér í vandræði.
nordicphotos/getty
Lindsay Lohan er alltaf jafndugleg við að koma sér í vandræði. nordicphotos/getty nordicphotos/getty
Ungstirnið Lindsay Lohan er alltaf jafnduglegt við að koma sér í vandræði. Í þetta sinn var lögreglan kölluð að heimili hennar snemma á miðvikudagsmorgunn eftir að leikkonan og móðir hennar Dina lentu í heiftúðlegu rifrildi.

Mæðgurnar voru á leið heim til sín eftir að hafa slett úr klaufunum á næturklúbbi í New York-borg þegar þær lentu í rifrildi, sem hélt áfram svo um munaði eftir að þær komu heim til sín. Samkvæmt vefsíðunni Tmz.com skarst Lindsay á fótlegg og sleit armband í átökunum. Nágrannar þeirra heyrðu allt saman og hringdu umsvifalaust á neyðarlínuna, 911. Lögreglan mætti á svæðið, náði að róa mæðgurnar niður og sluppu þær við handtöku.

Aðeins vika er liðin síðan Lohan hélt því fram að hinn 25 ára Christian LaBaella hefði ráðist á sig á hóteli í Manhattan og tekið af henni myndir án hennar leyfis. LaBella var handtekinn en slapp við ákæru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.