Erlent

70% ESB-íbúa í þjónustugeira

ÞJ skrifar
Þjónustugeirinn hefur eflst verulega síðustu ár í ríkjum Evrópusamandsins og í fyrra voru þar næstum 70 prósent vinnandi einstaklinga. Frá þessu greinir Eurostat. Rúmur helmingur þeirra vann í einkageiranum, en hinir hjá hinu opinbera.

Fjórðungur vinnuafls vann í iðnaði og byggingageiranum, en fimm prósent við landbúnað. Hlutfallið var þó afar mismunandi milli ríkja. Hlutfall Íslendinga í þjónustugeiranum var talsvert hærra, eða 76 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×