Lífið

Eiturlyf, kynlíf og Hells Angels

Atriði með uppistandshópnum hafa verið sýnd í þættinum FunnyHaHa TV í Danmörku.
fréttablaðið/stefán
Atriði með uppistandshópnum hafa verið sýnd í þættinum FunnyHaHa TV í Danmörku. fréttablaðið/stefán fréttablaðið/stefán
Grínatriði með uppistandshópnum Mið-Íslandi hafa að undanförnu verið sýnd í þættinum FunnyHaHa TV á dönsku sjónvarpsstöðinni Zulu og á milli dagskrárliða á stöðinni. „Við tókum upp helling af dóti og við eigum meira inni. Síðan ráðum við sjálfir hvort við notum eitthvað af því heima á Íslandi,“ segir Halldór Halldórsson úr Mið-Íslandi.

Einnig hafa verið sýnd atriði á vefsíðunni Funnyhaha.dk og í einu slíku sem gerist í flugvél metast Halldór og tveir aðrir Mið-Íslands-menn um hvað þeir ætla að gera þegar þeir lenda í Kaupmannahöfn. Orðbragðið er nokkuð gróft í atriðinu þar sem eiturlyf, kynlíf og Hells Angels í Danmörku koma við sögu en Halldór kippir sér lítið upp við það. „Við erum líka grófir. Við eigum okkur margar hliðar,“ segir hann og veit ekki til þess að aldurstakmörk séu á gríninu. „Danir eru svo opnir og „ligeglad“. Það sem er rosalega klúrt í uppistandi er heldur ekkert svo dónalegt í „sketsum“.“

Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var framleiðslufyrirtækið Douglas Entertainment, sem er stýrt af grínistanum Casper Christensen, á bak við upptökur Mið-Íslands fyrir FunnyHaHa TV í sumar. „Þegar við vorum þarna úti hittum við hann oft. Hann var hress og hefur gaman af Íslendingum,“ segir Halldór, spurður út í Christensen.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.