Erlent

Hefur áhrif á viðhorf til skólans

Kristín Ingólfsdóttir
Kristín Ingólfsdóttir
Háskóli Íslands er kominn í 276. sæti á lista Times Higher Education yfir bestu háskóla heims, sem birtur var í gærkvöld.

„Þetta er mikilvæg og góð staðfesting á því starfi sem hefur verið unnið innan skólans," segir Kristín Ingólfsdóttir lektor, „því samkeppnin er gríðarlega hörð. Metnir eru sautján þúsund háskólar og við lendum í efstu tveimur prósentunum."

Skólinn komst í fyrsta sinn inn á þennan lista í fyrra og er nú sex sætum ofar en þá. „Við fundum það strax í fyrra hvað þetta skiptir miklu máli á viðhorfi til dæmis samstarfsaðila okkar erlendis til skólans. Svo skiptir þetta ekki síst máli fyrir stúdentana okkar, jafnt innlenda sem erlenda."

Til grundvallar matinu eru lagðir allir helstu starfsþættir háskóla en megináherslan er á kennslu, námsumhverfi, umfang rannsókna og áhrif þeirra á alþjóðlegum vettvangi. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×