Erlent

Strauss-Kahn andar léttar

Dominique Strauss-Kahn á enn yfir höfði sér málaferli vegna tengsla við vændishring.
nordicphotos/AFP
Dominique Strauss-Kahn á enn yfir höfði sér málaferli vegna tengsla við vændishring. nordicphotos/AFP
Saksóknari í Frakklandi hefur hætt rannsókn á máli Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi yfirmanns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem var grunaður um að hafa tekið þátt í hópnauðgun í New York.

Belgísk kona hefur dregið vitnisburð sinn til baka og þar með telur saksóknari ekki lengur forsendu fyrir ákæru í málinu. Strauss-Kahn á þó enn yfir höfði sér málaferli vegna gruns um að hann hafi tengst vændishring sem teygði anga sína bæði til Belgíu og New York.

Sjálfur vísar hann öllum ásökunum um aðild að vændishring á bug.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×