Fótbolti

Þjóðverjar með yngsta liðið á EM 2012

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Götze verður 20 ára á morgun og er yngstur í þýska liðinu.
Mario Götze verður 20 ára á morgun og er yngstur í þýska liðinu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það búast flestir fótboltaspekingar við því að Þýskaland vinni Evrópumeistaratitilinn í sumar en það vita kannski færri að Þýskaland verður með yngsta hópinn í keppninni.

Þjálfarar liðanna sextán hafa nú allir tilkynnt inn EM-hópa sína og þá kemur í ljós að Þjóðverjar hafa aldrei farið með yngra lið í úrslitakeppni EM.

Meðalaldur þýska hópsins er 24,5 ár en hann var 25,0 á HM í Suður-Afríku fyrir tveimur árum. Joachim Löw tók að þessu sinni inn unglinga eins og Mario Götze, Andre Schurrle og Ilkay Gundogan og valdi þá í stað eldri manna.

Pólverjar eiga næstyngsta liðið (25,1) og Englendingar, sem voru með elsta liðið á HM 2010, eru nú í þriðja sæti en meðalaldur enska liðsins er 26,04 ár.

Írar eru aftur á móti með elsta hópinn en meðalaldur hans er 28,35 ár eða pínulítið eldri en hópur Rússa (28,34) og Svía (28,30).

Hollendingurinn Jetro Willems (18 ára síðan í mars) er yngstur allra leikmanna en sá elsti er gríski markvörðurinn Kostas Chalkias sem er 38 ára.

Yngstu hóparnir á EM :

1. Þýskaland 24,52

2. Pólland 25,13

3. England 26,04

4. Danmörk 26.57

4. Frakkland 26.65

6. Spánn 26.78

Elstu hóparnir á EM:

16. Írland 28,35

15. Rússland 28.34

14. Svíþjóð 28,30

13. Ítalía 27,91

12. Úkraína 27,30

11. Tékkland 27,26




Fleiri fréttir

Sjá meira


×