Lífið

Tökur á Walter Mitty hafnar

Ben Stiller á tökustað kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty í New York.
Ben Stiller á tökustað kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty í New York. nordicphotos/getty
Tökur á gamanmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, eru nýhafnar í New York. Stiller skoðaði ýmsa tökustaði hér á landi í fyrra vegna myndarinnar, þar á meðal á Seltjarnarnesi, Djúpavogi og í Stykkishólmi, og heillaðist mjög af því sem fyrir augu bar.

Spurð út í fyrirhugaðar tökur hér á landi segir Helga Margrét Reykdal hjá framleiðslufyrirtækinu True North, sem aðstoðaði Stiller hér á landi, að enn sé óvíst hvenær og hvar þær verði. „Það er ekki búið að fastnegla hvenær þær verða. Það kemur í ljós þegar þau eru komin lengra í sínum eigin tökum úti. Það verður ekki alveg á næstu vikum,“ segir hún.

Frumsýna á myndina á næsta ári og mun Stiller leikstýra og leika aðalhlutverkið. Með önnur hlutverk fara Sean Penn, Óskarsverðlaunaleikkonan gamalreynda Shirley MacLaine og Kristen Wiig sem sló í gegn í grínmyndinni Bridesmaids. The Secret Life of Walter Mitty er byggð á samnefndri gamanmynd frá árinu 1947 og fjallar um draumóramanninn Mitty sem framkallar ljósmyndir fyrir tímaritið Life. Þegar ljósmyndafilma týnist þarf hann að bregða sér í hlutverk alvöru hetju og lendir þá í ýmsum ævintýrum. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.