Lífið

Kunis fer lítið út á lífið

Leikkonan Mila Kunis vill heldur eyða helgunum sínum heima en á skemmtistöðum.
Leikkonan Mila Kunis vill heldur eyða helgunum sínum heima en á skemmtistöðum. nordicphotos/getty
Leikkonan Mila Kunis kveðst ekki stunda skemmtistaði heldur kjósi frekar að eyða kvöldum sínum heima í ró og næði. Kunis er forsíðustúlka bandaríska Harper’s Bazaar og viðurkennir þetta í viðtali við blaðið.

„Ég fer sjaldan út á lífið. Ég kýs heldur að fá mér lítinn drykk yfir sjónvarpinu heima. Ég hef líka gaman af því að elda, ég get eldað hvað sem er úr afgöngum og mig dreymir um að vera dómari í sjónvarpsþáttunum Top Chef,“ segir leikkonan, sem bætir við að eina ástæðan fyrir því að hún stundi líkamsrækt sé sú að þá geti hún borðað meira. „Ég æfi bara því þá má ég borða og drekka eins og ég vil. Ég og vínglasið mitt erum bestu vinir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.