Charlies-stúlkur djarfar í væntanlegu myndbandi 1. mars 2012 07:00 Þær Steinunn, Alma og Klara sjást hér við tökur á myndbandi við lagið Tickin´ Like a Bomb ásamt danshöfundi sínum, Jennifer Nappa. „Söguþráðurinn á eftir að koma áhorfendum á óvart," segir Steinunn Camilla sem ásamt þeim Klöru og Ölmu skipa hljómsveitina The Charlies. Stúlkurnar tóku upp fyrsta myndband sitt í Los Angeles á dögunum. Myndbandið er við lag sveitarinnar Tickin' Like a Bomb og er að finna á mixteipi sem stúlkurnar sendu frá sér í lok seinasta árs. Myndbandið var bæði tekið upp í stúdíói á vegum Notion Studios, þar sem risar á borð við MTV og Paris Hilton hafa tekið upp myndbönd, og á ströndinni í Malibu. „Þetta gekk allt eins og í sögu en í myndbandinu má finna sprengjur, svínið Winston, mann í fjötrum, The Charlie's Angels og partí á ströndinni. Einnig bregðum við okkur í gervi slökkviliðsmanns, hermanns og einkaþjóns," segir Steinunn og bætir við að þær hafi fengið til liðs við sig rosalega dansara með danshöfundinn Jennifer Nappi í fararbroddi.Svínið Winston leikur í myndbandinu og heillaði stelpurnar upp úr skónum.Stúlkurnar hafa komið sér vel fyrir í Los Angeles þar sem þær vinna að því að koma tónlist sinni á framfæri og er myndbandið liður í því ferli. Myndbandinu var leikstýrt af Raphael Chatelain en fjöldi manna kom að tökunum og greinilegt að öllu var tjaldað til. „Við erum mjög heppnar með samstarfsfólk, hár- og förðunarfólk, stílista og dansara, sem unnu linnulaust í þrjár vikur við að undirbúa tökur," segir Steinunn en tökur stóðu yfir í tvo daga. „Við enduðum á að keyra Pacific-þjóðveginn alla leið til Malibu þar sem við tókum upp senur á ströndinni fram eftir kvöldi en þar fengum við til dæmis til afnota 1964 árgerð af Ford Mustang," segir Steinunn.Leikstjóri myndbandsins heitir Raphael Chatelain en The Charlies fara meðal annars í gervi hermanns og einkaþjóns.Myndbandið verður frumsýnt innan skamms en þangað til er hægt að hlusta á og hala niður laginu Tickin' Like a Bomb á vefsíðu sveitarinnar thecharliesofficial.com. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Söguþráðurinn á eftir að koma áhorfendum á óvart," segir Steinunn Camilla sem ásamt þeim Klöru og Ölmu skipa hljómsveitina The Charlies. Stúlkurnar tóku upp fyrsta myndband sitt í Los Angeles á dögunum. Myndbandið er við lag sveitarinnar Tickin' Like a Bomb og er að finna á mixteipi sem stúlkurnar sendu frá sér í lok seinasta árs. Myndbandið var bæði tekið upp í stúdíói á vegum Notion Studios, þar sem risar á borð við MTV og Paris Hilton hafa tekið upp myndbönd, og á ströndinni í Malibu. „Þetta gekk allt eins og í sögu en í myndbandinu má finna sprengjur, svínið Winston, mann í fjötrum, The Charlie's Angels og partí á ströndinni. Einnig bregðum við okkur í gervi slökkviliðsmanns, hermanns og einkaþjóns," segir Steinunn og bætir við að þær hafi fengið til liðs við sig rosalega dansara með danshöfundinn Jennifer Nappi í fararbroddi.Svínið Winston leikur í myndbandinu og heillaði stelpurnar upp úr skónum.Stúlkurnar hafa komið sér vel fyrir í Los Angeles þar sem þær vinna að því að koma tónlist sinni á framfæri og er myndbandið liður í því ferli. Myndbandinu var leikstýrt af Raphael Chatelain en fjöldi manna kom að tökunum og greinilegt að öllu var tjaldað til. „Við erum mjög heppnar með samstarfsfólk, hár- og förðunarfólk, stílista og dansara, sem unnu linnulaust í þrjár vikur við að undirbúa tökur," segir Steinunn en tökur stóðu yfir í tvo daga. „Við enduðum á að keyra Pacific-þjóðveginn alla leið til Malibu þar sem við tókum upp senur á ströndinni fram eftir kvöldi en þar fengum við til dæmis til afnota 1964 árgerð af Ford Mustang," segir Steinunn.Leikstjóri myndbandsins heitir Raphael Chatelain en The Charlies fara meðal annars í gervi hermanns og einkaþjóns.Myndbandið verður frumsýnt innan skamms en þangað til er hægt að hlusta á og hala niður laginu Tickin' Like a Bomb á vefsíðu sveitarinnar thecharliesofficial.com. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira