Charlies-stúlkur djarfar í væntanlegu myndbandi 1. mars 2012 07:00 Þær Steinunn, Alma og Klara sjást hér við tökur á myndbandi við lagið Tickin´ Like a Bomb ásamt danshöfundi sínum, Jennifer Nappa. „Söguþráðurinn á eftir að koma áhorfendum á óvart," segir Steinunn Camilla sem ásamt þeim Klöru og Ölmu skipa hljómsveitina The Charlies. Stúlkurnar tóku upp fyrsta myndband sitt í Los Angeles á dögunum. Myndbandið er við lag sveitarinnar Tickin' Like a Bomb og er að finna á mixteipi sem stúlkurnar sendu frá sér í lok seinasta árs. Myndbandið var bæði tekið upp í stúdíói á vegum Notion Studios, þar sem risar á borð við MTV og Paris Hilton hafa tekið upp myndbönd, og á ströndinni í Malibu. „Þetta gekk allt eins og í sögu en í myndbandinu má finna sprengjur, svínið Winston, mann í fjötrum, The Charlie's Angels og partí á ströndinni. Einnig bregðum við okkur í gervi slökkviliðsmanns, hermanns og einkaþjóns," segir Steinunn og bætir við að þær hafi fengið til liðs við sig rosalega dansara með danshöfundinn Jennifer Nappi í fararbroddi.Svínið Winston leikur í myndbandinu og heillaði stelpurnar upp úr skónum.Stúlkurnar hafa komið sér vel fyrir í Los Angeles þar sem þær vinna að því að koma tónlist sinni á framfæri og er myndbandið liður í því ferli. Myndbandinu var leikstýrt af Raphael Chatelain en fjöldi manna kom að tökunum og greinilegt að öllu var tjaldað til. „Við erum mjög heppnar með samstarfsfólk, hár- og förðunarfólk, stílista og dansara, sem unnu linnulaust í þrjár vikur við að undirbúa tökur," segir Steinunn en tökur stóðu yfir í tvo daga. „Við enduðum á að keyra Pacific-þjóðveginn alla leið til Malibu þar sem við tókum upp senur á ströndinni fram eftir kvöldi en þar fengum við til dæmis til afnota 1964 árgerð af Ford Mustang," segir Steinunn.Leikstjóri myndbandsins heitir Raphael Chatelain en The Charlies fara meðal annars í gervi hermanns og einkaþjóns.Myndbandið verður frumsýnt innan skamms en þangað til er hægt að hlusta á og hala niður laginu Tickin' Like a Bomb á vefsíðu sveitarinnar thecharliesofficial.com. alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
„Söguþráðurinn á eftir að koma áhorfendum á óvart," segir Steinunn Camilla sem ásamt þeim Klöru og Ölmu skipa hljómsveitina The Charlies. Stúlkurnar tóku upp fyrsta myndband sitt í Los Angeles á dögunum. Myndbandið er við lag sveitarinnar Tickin' Like a Bomb og er að finna á mixteipi sem stúlkurnar sendu frá sér í lok seinasta árs. Myndbandið var bæði tekið upp í stúdíói á vegum Notion Studios, þar sem risar á borð við MTV og Paris Hilton hafa tekið upp myndbönd, og á ströndinni í Malibu. „Þetta gekk allt eins og í sögu en í myndbandinu má finna sprengjur, svínið Winston, mann í fjötrum, The Charlie's Angels og partí á ströndinni. Einnig bregðum við okkur í gervi slökkviliðsmanns, hermanns og einkaþjóns," segir Steinunn og bætir við að þær hafi fengið til liðs við sig rosalega dansara með danshöfundinn Jennifer Nappi í fararbroddi.Svínið Winston leikur í myndbandinu og heillaði stelpurnar upp úr skónum.Stúlkurnar hafa komið sér vel fyrir í Los Angeles þar sem þær vinna að því að koma tónlist sinni á framfæri og er myndbandið liður í því ferli. Myndbandinu var leikstýrt af Raphael Chatelain en fjöldi manna kom að tökunum og greinilegt að öllu var tjaldað til. „Við erum mjög heppnar með samstarfsfólk, hár- og förðunarfólk, stílista og dansara, sem unnu linnulaust í þrjár vikur við að undirbúa tökur," segir Steinunn en tökur stóðu yfir í tvo daga. „Við enduðum á að keyra Pacific-þjóðveginn alla leið til Malibu þar sem við tókum upp senur á ströndinni fram eftir kvöldi en þar fengum við til dæmis til afnota 1964 árgerð af Ford Mustang," segir Steinunn.Leikstjóri myndbandsins heitir Raphael Chatelain en The Charlies fara meðal annars í gervi hermanns og einkaþjóns.Myndbandið verður frumsýnt innan skamms en þangað til er hægt að hlusta á og hala niður laginu Tickin' Like a Bomb á vefsíðu sveitarinnar thecharliesofficial.com. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira