Blár Ópal er rétt að byrja 15. febrúar 2012 06:15 Blár ópal ásamt Ingó og Axeli Árnasyni. fréttablaðið/daníel Strákarnir í Bláum Ópal eiga ekki orð yfir stuðningi þjóðarinnar og segjast eiga nóg inni. Þeir vinna nú að nýju efni ásamt Ingó og Axeli Árnasyni. „Blár Ópal hefur ekki sungið sitt síðasta, partýið er bara rétt að byrja," segir Kristmundur Axel Kristmundsson, einn fjögurra söngvara hljómsveitarinnar sem lenti í öðru sæti í Eurovision söngvakeppninni síðastliðið laugardagskvöld. Strákarnir sungu lagið Stattu upp sem var samið af þeim Ingólfi Veðurguð Þórarinssyni og Axeli Árnasyni. Kristmundur segir þá félaga koma til með að semja áfram fyrir hljómsveitina, enda séu þeir kóngar Blás Ópals. Hann getur ekki lofað hvenær von sé á nýju efni en að það komi þó fljótlega. Kristmundur segir mínúturnar á sviðinu í Hörpu hafa verið þrjár bestu mínútur ævi sinnar. „Ég var smá stressaður rétt áður en við fórum á svið, enda ekki kallaður Stressmundur fyrir ekki neitt. Svo kom Magni upp að mér og sagði að það væri frábær stemning í salnum og gaf okkur frábært pepp. Við hlupum því út á svið í meiriháttar stuði, gerðum okkar og skemmtum okkur stórkostlega," segir hann og bætir við honum hafi þótt mikill heiður að fá að syngja á sama sviði og söngvararnir Magni og Jónsi sem hann segist líta mikið upp til sem tónlistarmaður. „Ég skil bara ekki hvaðan öll þessi atkvæði komu, en við erum ólýsanlega þakklátir fyrir stuðninginn," segir Kristmundur. Hann segir enga biturð vera í herbúðum Blás Ópals yfir úrslitunum „Gréta og Jónsi fara svo bara út, gera sitt og rústa þessu fyrir okkur. Við höldum allir með þeim." Aðspurður hvort hann ætli að taka aftur þátt í Eurovision segir hann spurninguna ekki vera hvort, heldur hvenær. Hann segist hafa ágætis áhuga á keppninni. „Ef þjóðinni væri skipt í tvennt væri ég í þeim hluta sem vissi meira um Eurovision," segir hann. En er engin stelpa í spilunum? „Nei, ég er einhleypur og lifi góðu lífi." Framtíðin er björt hjá Kristmundi en hann segist vita vel hvert hann stefni og hvar hann komi til með að enda. „Þetta er allt löngu planað í höfðinu á mér," segir Kristmundur og lofar aðdáendum að hann sé hvergi nærri hættur. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Strákarnir í Bláum Ópal eiga ekki orð yfir stuðningi þjóðarinnar og segjast eiga nóg inni. Þeir vinna nú að nýju efni ásamt Ingó og Axeli Árnasyni. „Blár Ópal hefur ekki sungið sitt síðasta, partýið er bara rétt að byrja," segir Kristmundur Axel Kristmundsson, einn fjögurra söngvara hljómsveitarinnar sem lenti í öðru sæti í Eurovision söngvakeppninni síðastliðið laugardagskvöld. Strákarnir sungu lagið Stattu upp sem var samið af þeim Ingólfi Veðurguð Þórarinssyni og Axeli Árnasyni. Kristmundur segir þá félaga koma til með að semja áfram fyrir hljómsveitina, enda séu þeir kóngar Blás Ópals. Hann getur ekki lofað hvenær von sé á nýju efni en að það komi þó fljótlega. Kristmundur segir mínúturnar á sviðinu í Hörpu hafa verið þrjár bestu mínútur ævi sinnar. „Ég var smá stressaður rétt áður en við fórum á svið, enda ekki kallaður Stressmundur fyrir ekki neitt. Svo kom Magni upp að mér og sagði að það væri frábær stemning í salnum og gaf okkur frábært pepp. Við hlupum því út á svið í meiriháttar stuði, gerðum okkar og skemmtum okkur stórkostlega," segir hann og bætir við honum hafi þótt mikill heiður að fá að syngja á sama sviði og söngvararnir Magni og Jónsi sem hann segist líta mikið upp til sem tónlistarmaður. „Ég skil bara ekki hvaðan öll þessi atkvæði komu, en við erum ólýsanlega þakklátir fyrir stuðninginn," segir Kristmundur. Hann segir enga biturð vera í herbúðum Blás Ópals yfir úrslitunum „Gréta og Jónsi fara svo bara út, gera sitt og rústa þessu fyrir okkur. Við höldum allir með þeim." Aðspurður hvort hann ætli að taka aftur þátt í Eurovision segir hann spurninguna ekki vera hvort, heldur hvenær. Hann segist hafa ágætis áhuga á keppninni. „Ef þjóðinni væri skipt í tvennt væri ég í þeim hluta sem vissi meira um Eurovision," segir hann. En er engin stelpa í spilunum? „Nei, ég er einhleypur og lifi góðu lífi." Framtíðin er björt hjá Kristmundi en hann segist vita vel hvert hann stefni og hvar hann komi til með að enda. „Þetta er allt löngu planað í höfðinu á mér," segir Kristmundur og lofar aðdáendum að hann sé hvergi nærri hættur. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira