Lífið

The Artist kom, sá og sigraði á BAFTA

The Artist með stærstu verðlaunin Jean Dujardin, Thomas Langmann og Michel Hazanavisius stilltu sér upp með þeim Russel Crowe og Hugh Jackman.
The Artist með stærstu verðlaunin Jean Dujardin, Thomas Langmann og Michel Hazanavisius stilltu sér upp með þeim Russel Crowe og Hugh Jackman.
Þögla myndin The Artist, í leikstjórn Michel Hazanavicius, hlaut alls sjö verðlaun eftir tólf tilnefningar þegar hin bresku BAFTA-verðlaunum voru afhent í 65. skiptið síðastliðið sunnudagskvöld.

The Artist var valin besta myndin og Hazanavicius var óneitanlega maður kvöldsins með verðlaun fyrir leikstjórn og besta frumsamda handritið.

Frakkinn Jean Dujardin fékk styttuna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir The Artist, og Meryl Streep sem besta leikkonan fyrir túlkun sína á Margreth Thatcher í myndinni The Iron Lady. Þetta voru önnur verðlaun hinnar 62 ára gömlu leikkonu sem hefur þó verið tilnefnd fjórtán sinnum á síðustu fimm áratugum. Colin Firth afhenti Streep verðlaunin og kom henni til bjargar þegar hún missti skóinn sinn.

Kvikmyndin Tinker Tailor Soldier Spy, í leikstjórn hins sænska Tomas Alfredson, fór inn í kvöldið með ellefu tilnefningar en þurfti oftar en ekki að láta í minni pokann fyrir The Artist. Hún var þó valin besta breska myndin og hlaut verðlaun fyrir besta handritið byggt á áður útgefnu efni. Þegar Peter Straughan, annar handritshöfunda myndarinnar, tók við þeim verðlaunum sló hann á létta strengi og þakkaði The Artist fyrir að vera með frumsamið handrit.

Leikarinn ungi, Adam Deacon, sigraði kosningu almennings um bestu rísandi stjörnuna. Athygli vakti að engin kona var tilnefnd í þeim flokki og er þetta í fyrsta skipti sem það gerist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.