Lífið

Vill ekki krónu frá Kate

Katy Perry og Russell Brand.
Katy Perry og Russell Brand.
Kate Perry var brosmild á Super Bowl um helgina en ástæðan ku vera sú að fyrrum eiginmaður hennar Russell Brand vill enga peninga frá henni þó að hann eigi rétt á um 20 milljónum dollara.

Tónlistarkonan Katy Perry kom í fyrsta sinn fram opinberlega um helgina eftir skilnaðinn við leikarann Russell Brand. Perry söng í eftirpartýi eftir Super Bowl-fótboltaleikinn og skemmti sér hið besta með stuðnings- og leikmönnum sigurliðsins, Giants.

Ástæðan fyrir brosi Perry var líklegast sú að Brand hefur ákveðið að taka ekki krónu af auðæfum söngkonunnar en síðustu skilnaðarpappírarnir voru undirritaðir á dögunum. Þegar þau gengu í hjónaband fyrir rúmlega ári var enginn kaupmáli undirritaður og á Brand því rétt á helming af launum Perry á tímabilinu sem þau voru gift.

Perry græddi um 40 milljónir dollara á síðasta ári samkvæmt Forbes og fúlsaði Brand því við 20 milljónum dollara í vasann en hans laun voru miklu minni á árinu sem leið. Fjölmiðlar vestanhafs telja ástæðuna fyrir því að Brand ákveði að láta kyrrt liggja sé að hann vilji ganga frá skilnaðinum hið fyrsta og halda áfram. Hann hefur víst augastað á leikkonunni Zooey Deschanel en hún hefur ávallt þótt mjög lík Perry.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.