Sér Pearl Jam þrisvar í júní og safnar grugghúðflúrum 6. febrúar 2012 14:00 Benedikt Jón Sigmundsson sér Eddie Vedder og félaga í Pearl Jam þrisvar sinnum á fjórum dögum í sumar. „Eddie Vedder hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér," segir Benedikt Jón Sigmundsson, 33 ára rafvirki uppalinn á Akranesi. Hann ætlar að sjá Vedder og félaga í bandarísku rokksveitinni Pearl Jam á þrennum tónleikum á aðeins fjórum dögum í júní næstkomandi. Ekki nóg með það því hann hefur látið húðflúra andlit Vedders á handlegg sinn. Fyrstu tónleikarnir með Pearl Jam verða í Amsterdam 26. júní og daginn eftir fer Benedikt Jón einnig á aukatónleika rokkaranna þar í borg. Að þeim loknum fer hann til Belgíu á tónlistarhátíðina Rock Werchter í fjórða sinn á ævinni, þar sem Pearl Jam verður eitt af stóru atriðunum. „Ég er að vona að á þessum tvennu tónleikum í Amsterdam fái maður sitthvora tónleikana enda eru þeir duglegir að breyta lagalistanum," segir Benedikt, sem hefur einu sinni áður séð Pearl Jam spila. Það var á Werchter-hátíðinni fyrir tveimur árum en honum til ama spiluðu þeir ekki slagara á borð við Black, State of Love and Trust og Betterman. Vonast hann til að fá loksins að heyra þau lög „live" í júní.Myndin af Eddie Vedder.Auk þess að vera með húðflúr af Vedder á handlegg sínum ætlar Benedikt að bæta fleiri grunge-rokkurum í safnið á sama handlegginn með aðstoð Gunnars Valdimarssonar hjá Íslenzku húðflúrstofunni. Mynd af söngvara Mother Love Bone sem Pearl Jam var stofnuð upp úr, hinum sáluga Andrew Wood, var fyrir skömmu húðflúruð við hliðina á Vedder. Síðar meir bætast við þeir Chris Cornell úr Soundgarden, rokksveit sem Benedikt sér einmitt á tónleikum í Þýskalandi í byrjun júní og hinn sálugi Layne Staley úr Alice in Chains, sem hann hefur tvívegis séð á tónleikum. Kurt Cobain úr Nirvana átti einnig að vera með í hópnum en hann komst því miður ekki fyrir.Myndin af Andrew Wood.Með húðflúrunum vill Benedikt Jón innsigla grugg-áhugann sinn enda hefur tónlistarstefnan lengi átt fastan sess í tilveru hans. „Maður ólst upp á grunge-inu. Þetta hefur alltaf verið uppáhaldstónlistin mín og hún er mikið í spilaranum hjá mér." freyr@frettabladid.is Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í tuttugu og fimm ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
„Eddie Vedder hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér," segir Benedikt Jón Sigmundsson, 33 ára rafvirki uppalinn á Akranesi. Hann ætlar að sjá Vedder og félaga í bandarísku rokksveitinni Pearl Jam á þrennum tónleikum á aðeins fjórum dögum í júní næstkomandi. Ekki nóg með það því hann hefur látið húðflúra andlit Vedders á handlegg sinn. Fyrstu tónleikarnir með Pearl Jam verða í Amsterdam 26. júní og daginn eftir fer Benedikt Jón einnig á aukatónleika rokkaranna þar í borg. Að þeim loknum fer hann til Belgíu á tónlistarhátíðina Rock Werchter í fjórða sinn á ævinni, þar sem Pearl Jam verður eitt af stóru atriðunum. „Ég er að vona að á þessum tvennu tónleikum í Amsterdam fái maður sitthvora tónleikana enda eru þeir duglegir að breyta lagalistanum," segir Benedikt, sem hefur einu sinni áður séð Pearl Jam spila. Það var á Werchter-hátíðinni fyrir tveimur árum en honum til ama spiluðu þeir ekki slagara á borð við Black, State of Love and Trust og Betterman. Vonast hann til að fá loksins að heyra þau lög „live" í júní.Myndin af Eddie Vedder.Auk þess að vera með húðflúr af Vedder á handlegg sínum ætlar Benedikt að bæta fleiri grunge-rokkurum í safnið á sama handlegginn með aðstoð Gunnars Valdimarssonar hjá Íslenzku húðflúrstofunni. Mynd af söngvara Mother Love Bone sem Pearl Jam var stofnuð upp úr, hinum sáluga Andrew Wood, var fyrir skömmu húðflúruð við hliðina á Vedder. Síðar meir bætast við þeir Chris Cornell úr Soundgarden, rokksveit sem Benedikt sér einmitt á tónleikum í Þýskalandi í byrjun júní og hinn sálugi Layne Staley úr Alice in Chains, sem hann hefur tvívegis séð á tónleikum. Kurt Cobain úr Nirvana átti einnig að vera með í hópnum en hann komst því miður ekki fyrir.Myndin af Andrew Wood.Með húðflúrunum vill Benedikt Jón innsigla grugg-áhugann sinn enda hefur tónlistarstefnan lengi átt fastan sess í tilveru hans. „Maður ólst upp á grunge-inu. Þetta hefur alltaf verið uppáhaldstónlistin mín og hún er mikið í spilaranum hjá mér." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í tuttugu og fimm ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira