Fótbolti

Roy Hodgson: Hræðumst ekki Frakkana

Stefán Árni Pálsson skrifar
Roy Hodgson
Roy Hodgson Mynd. / Getty Images.
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, er mjög bjartsýnn fyrir fyrsta leik liðsins gegn Frökkum á Evrópumótinu í knattspyrnu sem er nýhafið í Póllandi og Úkraínu.

Englendingar mæta Frökkum annað kvöld í stórleik riðilsins. Frakkar hafa verið að spila virkilega vel undanfarna mánuði og þykja líklegir til árangur á mótinu.

„Leikmennirnir telja allir að við getum unnið Frakka á morgun," sagði Roy Hodgson.

„Við hræðumst þá ekkert og menn eru tilbúnir í slaginn. Við berum mikla virðingu fyrir Frökkum og gerum okkur fyllilega grein fyrir því að við þurfum að eiga algjöran topp leik."

„Pressan virðist vera á Frökkunum fyrir leikinn og það ætlum við að nýta okkur. Við þurfum að verjast vel í leiknum og vonast til að ná inn mörkum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×