Spánverjar náðu bara jafntefli á móti Ítölum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2012 00:32 Mynd/AP Heims- og Evrópumeistarar Spánverja byrjuðu titilvörn sína á 1-1 jafntefli á móti Ítalíu í fyrsta leiknum í C-riðli á Evrópumótinu í fótbolta. Ítalir komust yfir í leiknum með marki varamannsins Antonio Di Natale en Cesc Fabregas jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Fernando Torres kom inn á sem varamaður og fékk tvö dauðafæri til þess að tryggja Spánverjum sigurinn en Chelsea-maðurinnm fór illa með góða stöðu í báðum tilfellum. Leikskipulag Ítala gekk vel upp í fyrri hálfleiknum því þeir gáfu fá færi á sér og komust sjálfir næstir því að skora undir lok hálfleiksins þegar Iker Casillas varði skalla frá Thiago Motta. Mario Balotelli fékk algjört dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks eftir að hafa unnið boltann af varnarmönnum Spánverja en hann tók sér alltof langan tíma og Sergio Ramos náði að bjarga. Balotelli var tekin útaf skömmu síðar og varamaður hans, Antonio Di Natale, var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Antonio Di Natale kom Ítölum nefnilega í 1-0 á 60. mínútu eftir að hafa fengið flotta stungusendingu frá Andrea Pirlo. Di Natale sýndi mikla yfirvegun og lyfti boltanum framhjá Casillas. Það tók Spánverja aðeins fjórar mínútur að jafna en Cesc Fabregas slapp þá í gegn eftir snilldarstungusendingu frá David Silva. Fernando Torres kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og var sloppinn einn í gegn aðeins nokkrum mínútum síðar en Gianluigi Buffon, markvörður Ítala, las hann og kom í veg fyrir að hann næði skoti á markið. Torres var ekki hættur og á 85. mínútu fékk hann annað dauðafæri en lyfti þá boltanum yfir Buffon og ítalska markið. Síðari hálfleikurinn var mikil skemmtun og liðin sköpuðu sér færi á víxl á lokakaflanum. Mörkin urðu hinsvegar ekki fleiri og liðin urðu að sættast á 1-1 jafntefli. Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Sjá meira
Heims- og Evrópumeistarar Spánverja byrjuðu titilvörn sína á 1-1 jafntefli á móti Ítalíu í fyrsta leiknum í C-riðli á Evrópumótinu í fótbolta. Ítalir komust yfir í leiknum með marki varamannsins Antonio Di Natale en Cesc Fabregas jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Fernando Torres kom inn á sem varamaður og fékk tvö dauðafæri til þess að tryggja Spánverjum sigurinn en Chelsea-maðurinnm fór illa með góða stöðu í báðum tilfellum. Leikskipulag Ítala gekk vel upp í fyrri hálfleiknum því þeir gáfu fá færi á sér og komust sjálfir næstir því að skora undir lok hálfleiksins þegar Iker Casillas varði skalla frá Thiago Motta. Mario Balotelli fékk algjört dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks eftir að hafa unnið boltann af varnarmönnum Spánverja en hann tók sér alltof langan tíma og Sergio Ramos náði að bjarga. Balotelli var tekin útaf skömmu síðar og varamaður hans, Antonio Di Natale, var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Antonio Di Natale kom Ítölum nefnilega í 1-0 á 60. mínútu eftir að hafa fengið flotta stungusendingu frá Andrea Pirlo. Di Natale sýndi mikla yfirvegun og lyfti boltanum framhjá Casillas. Það tók Spánverja aðeins fjórar mínútur að jafna en Cesc Fabregas slapp þá í gegn eftir snilldarstungusendingu frá David Silva. Fernando Torres kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og var sloppinn einn í gegn aðeins nokkrum mínútum síðar en Gianluigi Buffon, markvörður Ítala, las hann og kom í veg fyrir að hann næði skoti á markið. Torres var ekki hættur og á 85. mínútu fékk hann annað dauðafæri en lyfti þá boltanum yfir Buffon og ítalska markið. Síðari hálfleikurinn var mikil skemmtun og liðin sköpuðu sér færi á víxl á lokakaflanum. Mörkin urðu hinsvegar ekki fleiri og liðin urðu að sættast á 1-1 jafntefli.
Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Sjá meira