Fótbolti

Marwijk: Ekki hægt að skella skuldinni á van Persie

Stefán Árni Pálsson skrifar
Marwijk
Marwijk Mynd. / Getty Images
Bert van Marwijk, landsliðsþjálfari Hollendinga, ver framherjann sinn Robin van Persie í fjölmiðlum í dag en Persie misnotaði fjölmörg færi gegn Dönum á Evrópumótinu í knattspyrnu í gær.

Danir gerður sér lítið fyrir og unnu Hollendinga,1-0, í fyrsta leik dauðariðilsins en Holland var með öll völd á vellinum, en náðu ekki að skora.

„Það var ekki aðeins Persie sem misnotaði færi, þetta snýst ekki um frammistöðu eins leikmanns," sagði Marwijk eftir tapið gegn Danmörku.

„Fjölmargir leikmenn liðsins misnotuðu frábær færi auk þessa sem dómarinn ákvað að sleppa vítaspyrnudómi sem var augljós að mínu mati."

„Boltinn hreinlega neitaði að fara í netið. Við vorum mun sterkari aðilinn í leiknum en náðum ekki að skora og lítið við því að segja."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×