Enski boltinn

Carragher: Liverpool getur náð Meistaradeildarsæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jamie Carragher.
Jamie Carragher. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, hefur fulla trú á því að liðið geti náð Meistaradeildarsæti í vor þrátt fyrir slaka byrjun í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann 3-0 sigur á Wigan um helgina og er nú átta stigum frá Meistaradeildarsæti.

„Það lítur út fyrir að við höfum ekki byrjað vel en með því að vinna okkar á laugardaginn þá erum við ekki svo langt frá fjórum efstu sætunum. Liverpool getur alveg náð Meistaradeildarsæti," sagði Jamie Carragher.

Liverpool er nú átta stigum á eftir spútnikliði West Brom sem situr eins og er í fjórða og síðasta sætinu sem hefur sæti í Meistaradeildinni. West Brom vann 2-1 sigur á Chelsea um helgina.

Liverpool er í 11. sæti en hefur leikið sjö leiki í röð án taps. Tottenham sem endaði í 4. sæti á síðustu leiktíð er núna aðeins tveimur stigum fyrir ofan Liverpool.

„Það er fullt af liðum fyrir ofan okkur að tapa stigum. Við lítum á þetta þannig að það sé sóknarfæri í boði fyrir okkur og við getum náð fjórða sætinu því hin liðin eru að gefa færi á sér," sagði Carragher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×