Innlent

Mál gegn Vítisenglum þingfest

Einar Marteinsson
Einar Marteinsson
Mál gegn fimm meðlimum Vítisengla var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag en þau eru grunuð um alvarlega líkamsárás í Hafnarfirði 22. desember síðastliðinn. Þá var ráðist á konu í Vallahverfi og gengið í skrokk á henni. Hún var flutt alvarlega slösuð á slysadeild en hún mun hafa verið meðvitundarlaus þegar að henni var komið.

Á meðal þeirra sem er ákærður í málinu er Einar Marteinsson sem gegndi áður stöðu formanns Hells Angels á Íslandi en í DV á dögunum var sagt frá því að hann væri hættur í samtökunum. Hinir í málinu er taldir tengjast samtökunum með einhverjum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×