Erlent

Íhuga að kæra J.K. Rowling

J.K. Rowling með nýjustu skáldsögu sína, The Casual Vacancy.
J.K. Rowling með nýjustu skáldsögu sína, The Casual Vacancy. mynd/AP
Trúarhópur Síka í Bretlandi íhugar að kæra J.K. Rowling, höfund bókaraðarinnar um Harry Potter. Síkar halda því fram að Rowling hafi farið ófögrum orðum um unga Síka-stúlku í nýjustu bók sinni, The Casual Vacancy, og að rithöfundurinn hafi móðgað trú Síka.

Skáldsagan fékk misjafnar viðtökur þegar hún kom út í síðustu viku. Rowling leitar á ný mið í bókinni. Meðal yrkisefna eru barnaníð, vændi og fíkniefni. Foreldar eru því tvístígandi enda er Rowling vinsælasti barnabókahöfundur veraldar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×