Erlent

Lítið meiddar eftir bílveltu

Tvær ungar konur sluppu lítið meiddar þegar bíll þeirra valt út af þjóðveginum í Bakkafirði, á Norðausturlandi á tíunda tímanum í gærkvöldi.

Þær voru fluttar til skoðunar og aðhlynningar en útskrifaðar að því loknu. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en hugsanlegt er að ökumaður hafi misst stjórn á bílnum á hálkubletti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×