Óttaðist að bakmeiðsl kæmu í veg fyrir góðan árangur 4. september 2012 17:00 Júlían Jóhann Karl Jóhannsson fagnar heimsmeistaratitli í réttstöðulyftu á Heimsmeistaramóti unglinga sem haldið var í Póllandi. Júlían Jóhann Karl Jóhannsson hlaut gullverðlaun í réttstöðulyftu í yfirþungavigt á Heimsmeistaramóti unglinga sem haldið var í Póllandi um helgina og setti Íslandsmet unglinga í bekkpressu. Júlían lyfti 325 kílóum í réttstöðulyftu sem tryggði honum heimsmeistaratitilinn. „Mér líður rosalega vel. Ég bjóst eiginlega ekki við þessu því ég tognaði í mjóbaki á mikilvægum tíma í undirbúningnum fyrir leikana. En ég stefndi á að ná góðum árangri," sagði Júlían, sem var á flugvelli í London á leið heim til Íslands þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. Júlían er 19 ára gamall og hefur æft kraftlyftingar í fjögur ár hjá kraftlyftingadeild Ármanns. „Ég var í körfubolta áður fyrr en ákvað að prófa kraftlyftingar, man nú eiginlega ekki af hverju það var. En ég fann mig mjög vel um leið og ég byrjaði að æfa. Held að það sé út af því að maður er alltaf að byggja sig upp og finnur og sér árangurinn jafn óðum." Júlían keppti í yfirþungavigt sem er flokkur þeirra sem eru þyngri en 120 kíló. „Ég byrjaði auðvitað í léttari flokkum en er nú kominn í minn rétta flokk," segir Júlían sem æfir sjö sinnum í viku að meðaltali, stundum minna og stundum meira. „Mér gengur bara mjög vel að sameina æfingarnar náminu en ég er á síðasta ári í MH en þar legg ég stund á nám á félagsfræðibraut." Spurður hvort hann viti um fleiri nema í MH sem séu í kraftlyftingum kveður hann nei við. „Ég held ég sé eini nemandinn í skólanum í þessu. En félagar mínir eru flestir í kraftlyftingum," segir Júlían að lokum. sigridur@frettabladid.is Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson hlaut gullverðlaun í réttstöðulyftu í yfirþungavigt á Heimsmeistaramóti unglinga sem haldið var í Póllandi um helgina og setti Íslandsmet unglinga í bekkpressu. Júlían lyfti 325 kílóum í réttstöðulyftu sem tryggði honum heimsmeistaratitilinn. „Mér líður rosalega vel. Ég bjóst eiginlega ekki við þessu því ég tognaði í mjóbaki á mikilvægum tíma í undirbúningnum fyrir leikana. En ég stefndi á að ná góðum árangri," sagði Júlían, sem var á flugvelli í London á leið heim til Íslands þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. Júlían er 19 ára gamall og hefur æft kraftlyftingar í fjögur ár hjá kraftlyftingadeild Ármanns. „Ég var í körfubolta áður fyrr en ákvað að prófa kraftlyftingar, man nú eiginlega ekki af hverju það var. En ég fann mig mjög vel um leið og ég byrjaði að æfa. Held að það sé út af því að maður er alltaf að byggja sig upp og finnur og sér árangurinn jafn óðum." Júlían keppti í yfirþungavigt sem er flokkur þeirra sem eru þyngri en 120 kíló. „Ég byrjaði auðvitað í léttari flokkum en er nú kominn í minn rétta flokk," segir Júlían sem æfir sjö sinnum í viku að meðaltali, stundum minna og stundum meira. „Mér gengur bara mjög vel að sameina æfingarnar náminu en ég er á síðasta ári í MH en þar legg ég stund á nám á félagsfræðibraut." Spurður hvort hann viti um fleiri nema í MH sem séu í kraftlyftingum kveður hann nei við. „Ég held ég sé eini nemandinn í skólanum í þessu. En félagar mínir eru flestir í kraftlyftingum," segir Júlían að lokum. sigridur@frettabladid.is
Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“