Neðanjarðarbörn berjast áfram Magnús Halldórsson skrifar 17. apríl 2012 09:30 Munaðarlaus börn í Rúmeníu voru kvikmynduð í lífsbaráttu sinni í heimildarmyndinni um Neðanjarðarbörnin sem kom út árið 2001. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Magnús Halldórsson skoðaði sögu barnanna sem hin verðlaunaða heimildarmynd fylgdi eftir og hvernig þeim hefur gengið á lífsins leið síðan. Hún hefur verið þyrnum stráð, svo ekki sé meira sagt. Algengt er að börn berjist fyrir lífi sínu á hverjum degi á götum stórborga Rúmeníu. Hin margverðlaunaða heimildarmynd, Neðanjarðarbörnin (Children Underground), sem kom út fyrir tæplega ellefu árum, bregður ljósi á þetta samfélagsmein og ekki síður þá miklu hæfileika sem börnin búa yfir, til þess að geta lifað af. Kvikmyndin hlaut fjölda viðurkenninga árið 2001 og 2002, m.a. á Sundance-kvikmyndahátíðinni og þá var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna. Kvikmyndaleikstjórinn og blaðamaðurinn, Edet Belzberg, og kvikmyndatökumaðurinn Wolfang Held fylgdu fimm börnum eftir sem lifðu á götunni og héldu jafnan til á lestarstöðvum í höfuðborginni Búkarest. Þegar myndin var tekin upp, voru börnin á aldrinum 8 til 16 ára. Þau eru því orðin fullorðin í dag.Hvar eru börnin nú? Áform eru nú uppi um að gera framhaldsmynd um neðanjarðarbörnin, þar sem farið verður yfir lífshlaup þeirra. Belzberg og Held hafa látið hafa eftir sér að sú saga sé ekki síður átakanleg og merkileg en ekki liggur þó fyrir enn hvenær myndin á að koma út eða hvaða tímabil í lífi barnanna verður undir smásjánni. Óhætt er að segja að líf barnanna hafi verið þyrnum stráð. Börnin þurftu oft að grípa til örþrifaráða til þess að verða sér úti um mat, t.d. með þjófnaði og betli. Þá var vændi aldrei langt undan, fíkniefnanotkun og gróft ofbeldi sömuleiðis. Hörmulegustu senur myndarinnar eru hins vegar ekki tengdar þessum skugghliðum lífsins á götunni, heldur frekar þegar börnin engjast um af sorg vegna þess hve mikið þau sakna ástvina, einkum systkina og mæðra. "Á tímabili fannst mér þetta bara einum of," sagði Belzberg er hún tók við Sundance-verðlaununum eftir útgáfu verðlaunanna árið 2000. "Ég hélt að það væri ekki hægt að ljúka svona verkefni vegna þessara erfiðu stunda sem maður sá."Mannleg eymd Þegar myndin var gerð var áætlað að í Búkarest einni hefðu verið um 30 þúsund munaðarlaus börn á götunni. Mörg þeirra flúðu erfiðar fjölskylduaðstæður, en stór hluti var áður á alræmdum munaðarleysingjahælum sem sett voru upp í stjórnartíð kommúnistaleið togans Nicolae Ceausescu sem steypt var af stóli með byltingu árið 1989. Hann var tekinn af lífi ásamt eiginkonu sinni í kjölfarið. Myndin sýnir vel hvernig áhættusamt líferni barnanna mótar þau sem einstaklinga, bæði hvað varðar skapgerð og hæfileika. Börnin sem fylgt var eftir heita Cristina Ionescu, 16 ára, Mihai Alexandre Tudose, ellefu ára, Violeta „Macarena" Rosu, 14 ára, Ana Turturica, 10 ára, og Marian Turturica átta ára. Þau eru öll á lífi í dag og tæplega ellefu árum eldri. Í myndinni er sú elsta, Cristina, harðgerður leiðtogi, hikar ekki við að slá þau yngri utan undir, og rekur þau áfram með harðri hendi. Á sama tíma er hún að berjast við söknuð og brotið bakland fjölskyldu sinnar. Þau yngri halda jafnan til á lestarstöðvum, stela sér smávægilegum mat og drykk hér og þar, borða upp úr ruslafötum og reyna með útsjónarsemi að halda á sér hita á köldum vetrarkvöldum. Það er ekki síst við þær aðstæður þar sem sést best hversu úrræðagóð börn geta verið í erfiðum aðstæðum. Í senum myndarinnar þar sem börnin eru ein á göngu um kvöld, sjást dekkstu hliðar tilverunnar hjá þessum barnahópi. Þar sveima siðlausir vændiskaupendur um og sýna börnunum áhuga. Stundum geta þau ekki annað en hlaupið í burtu, þá oftar en ekki grátandi. Öll á lífi en áfram erfitt Það má heita ákveðið afrek að þessi hópur sem myndin snýst um hafi lifað af og að fjögur börn af fimm hafi náð að koma einhverjum grunni undir líf sitt. Öll glíma við mikla fátækt og í reynd litla möguleika á mikið betra lífi, en það eitt að þeim hafi tekist að brjótast inn í betri lífsaðstæður en þau glímdu við í æsku sýnir mikla útsjónarsemi þeirra við oft og tíðum eins ömurlegar aðstæður og hægt er að hugsa sér. Cristina hefur barist við heróínfíkn og þremur árum eftir útgáfu myndarinnar varð hún ólétt meðan hún var heróínfíkill. Frá þeim tíma hefur lífið snúist um næsta skammt og meðferðir til skiptis, eins og götufíklar glíma oft við. Barnið var tekið á fósturheimili strax við fæðingu. Barátta Cristinu skipti hins vegar sköpum fyrir þau sem yngri voru, en hún tók þau undir sinn verndarvæng, þrátt fyrir hörku oft á tíðum, og hjálpaði þeim í gegnum eymdarlegt líf. Líf hinna hefur þó ekki verið neinn dans á rósum. Mihai fluttist til Belgíu með þarlendum manni sem leitaði hann uppi á götum Búkarestborgar eftir að myndin var sýnd. Hann hjálpaði honum í gegnum stutt frönskunám, en nokkrum árum síðar var hann kominn aftur til Búkarest og bjó hjá starfsmanni félagsþjónustunnar í borginni. Marian fluttist á meðferðarstofnun eftir að lögreglan í Búkarest hreinsaði til á Victorei-stöðinni og hefur að mestu búið þar síðan. Ana og Violeta hafa gengið í gegnum miklar raunir, verið misnotaðar og eru háðar fíkniefnum. Vændi hefur einnig verið hluti af þeirra lífi, eins og hjá mörgum öðrum börnum og ungmennum sem alast upp á götum Búkarest.Betur má ef duga skal Eftir að myndin var sýnd og verðlaunuð hafði hún mikil áhrif og þrýsti á stjórnvöld í Rúmeníu, og raunar víðar, um að búa betur að börnum sem búa við erfiðar heimilisaðstæður og alast upp á opinberum munaðarleysingjahælum. Eftir að Ceausescu var steypt af stóli urðu vannærð börn á munaðarleysingjahælum umtöluð í fjölmiðlum, og var þrýst mjög á um að hælunum yrði lokað hið snarasta. Það var gert, en þó án þess að huga að framtíðaráætlunum um hvernig ætti að hjálpa munaðarlausum börnum. Tugþúsundir barna lentu á milli í kerfinu og fóru flest á götuna eins og fyrr segir. Mikið átak hefur verið gert til þess að bæta aðstöðu á munaðarleysingjahælum í Austur-Evrópu en hún er víða slæm og ekki bara í Rúmeníu. Betur má þó ef duga skal. Munaðarlaus börn eru víða á götum stórborga í Rúmeníu, þrátt fyrir að mynd Belzberg og Held hafi ýtt við og vakið athygli á samfélagsmeini. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Munaðarlaus börn í Rúmeníu voru kvikmynduð í lífsbaráttu sinni í heimildarmyndinni um Neðanjarðarbörnin sem kom út árið 2001. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Magnús Halldórsson skoðaði sögu barnanna sem hin verðlaunaða heimildarmynd fylgdi eftir og hvernig þeim hefur gengið á lífsins leið síðan. Hún hefur verið þyrnum stráð, svo ekki sé meira sagt. Algengt er að börn berjist fyrir lífi sínu á hverjum degi á götum stórborga Rúmeníu. Hin margverðlaunaða heimildarmynd, Neðanjarðarbörnin (Children Underground), sem kom út fyrir tæplega ellefu árum, bregður ljósi á þetta samfélagsmein og ekki síður þá miklu hæfileika sem börnin búa yfir, til þess að geta lifað af. Kvikmyndin hlaut fjölda viðurkenninga árið 2001 og 2002, m.a. á Sundance-kvikmyndahátíðinni og þá var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna. Kvikmyndaleikstjórinn og blaðamaðurinn, Edet Belzberg, og kvikmyndatökumaðurinn Wolfang Held fylgdu fimm börnum eftir sem lifðu á götunni og héldu jafnan til á lestarstöðvum í höfuðborginni Búkarest. Þegar myndin var tekin upp, voru börnin á aldrinum 8 til 16 ára. Þau eru því orðin fullorðin í dag.Hvar eru börnin nú? Áform eru nú uppi um að gera framhaldsmynd um neðanjarðarbörnin, þar sem farið verður yfir lífshlaup þeirra. Belzberg og Held hafa látið hafa eftir sér að sú saga sé ekki síður átakanleg og merkileg en ekki liggur þó fyrir enn hvenær myndin á að koma út eða hvaða tímabil í lífi barnanna verður undir smásjánni. Óhætt er að segja að líf barnanna hafi verið þyrnum stráð. Börnin þurftu oft að grípa til örþrifaráða til þess að verða sér úti um mat, t.d. með þjófnaði og betli. Þá var vændi aldrei langt undan, fíkniefnanotkun og gróft ofbeldi sömuleiðis. Hörmulegustu senur myndarinnar eru hins vegar ekki tengdar þessum skugghliðum lífsins á götunni, heldur frekar þegar börnin engjast um af sorg vegna þess hve mikið þau sakna ástvina, einkum systkina og mæðra. "Á tímabili fannst mér þetta bara einum of," sagði Belzberg er hún tók við Sundance-verðlaununum eftir útgáfu verðlaunanna árið 2000. "Ég hélt að það væri ekki hægt að ljúka svona verkefni vegna þessara erfiðu stunda sem maður sá."Mannleg eymd Þegar myndin var gerð var áætlað að í Búkarest einni hefðu verið um 30 þúsund munaðarlaus börn á götunni. Mörg þeirra flúðu erfiðar fjölskylduaðstæður, en stór hluti var áður á alræmdum munaðarleysingjahælum sem sett voru upp í stjórnartíð kommúnistaleið togans Nicolae Ceausescu sem steypt var af stóli með byltingu árið 1989. Hann var tekinn af lífi ásamt eiginkonu sinni í kjölfarið. Myndin sýnir vel hvernig áhættusamt líferni barnanna mótar þau sem einstaklinga, bæði hvað varðar skapgerð og hæfileika. Börnin sem fylgt var eftir heita Cristina Ionescu, 16 ára, Mihai Alexandre Tudose, ellefu ára, Violeta „Macarena" Rosu, 14 ára, Ana Turturica, 10 ára, og Marian Turturica átta ára. Þau eru öll á lífi í dag og tæplega ellefu árum eldri. Í myndinni er sú elsta, Cristina, harðgerður leiðtogi, hikar ekki við að slá þau yngri utan undir, og rekur þau áfram með harðri hendi. Á sama tíma er hún að berjast við söknuð og brotið bakland fjölskyldu sinnar. Þau yngri halda jafnan til á lestarstöðvum, stela sér smávægilegum mat og drykk hér og þar, borða upp úr ruslafötum og reyna með útsjónarsemi að halda á sér hita á köldum vetrarkvöldum. Það er ekki síst við þær aðstæður þar sem sést best hversu úrræðagóð börn geta verið í erfiðum aðstæðum. Í senum myndarinnar þar sem börnin eru ein á göngu um kvöld, sjást dekkstu hliðar tilverunnar hjá þessum barnahópi. Þar sveima siðlausir vændiskaupendur um og sýna börnunum áhuga. Stundum geta þau ekki annað en hlaupið í burtu, þá oftar en ekki grátandi. Öll á lífi en áfram erfitt Það má heita ákveðið afrek að þessi hópur sem myndin snýst um hafi lifað af og að fjögur börn af fimm hafi náð að koma einhverjum grunni undir líf sitt. Öll glíma við mikla fátækt og í reynd litla möguleika á mikið betra lífi, en það eitt að þeim hafi tekist að brjótast inn í betri lífsaðstæður en þau glímdu við í æsku sýnir mikla útsjónarsemi þeirra við oft og tíðum eins ömurlegar aðstæður og hægt er að hugsa sér. Cristina hefur barist við heróínfíkn og þremur árum eftir útgáfu myndarinnar varð hún ólétt meðan hún var heróínfíkill. Frá þeim tíma hefur lífið snúist um næsta skammt og meðferðir til skiptis, eins og götufíklar glíma oft við. Barnið var tekið á fósturheimili strax við fæðingu. Barátta Cristinu skipti hins vegar sköpum fyrir þau sem yngri voru, en hún tók þau undir sinn verndarvæng, þrátt fyrir hörku oft á tíðum, og hjálpaði þeim í gegnum eymdarlegt líf. Líf hinna hefur þó ekki verið neinn dans á rósum. Mihai fluttist til Belgíu með þarlendum manni sem leitaði hann uppi á götum Búkarestborgar eftir að myndin var sýnd. Hann hjálpaði honum í gegnum stutt frönskunám, en nokkrum árum síðar var hann kominn aftur til Búkarest og bjó hjá starfsmanni félagsþjónustunnar í borginni. Marian fluttist á meðferðarstofnun eftir að lögreglan í Búkarest hreinsaði til á Victorei-stöðinni og hefur að mestu búið þar síðan. Ana og Violeta hafa gengið í gegnum miklar raunir, verið misnotaðar og eru háðar fíkniefnum. Vændi hefur einnig verið hluti af þeirra lífi, eins og hjá mörgum öðrum börnum og ungmennum sem alast upp á götum Búkarest.Betur má ef duga skal Eftir að myndin var sýnd og verðlaunuð hafði hún mikil áhrif og þrýsti á stjórnvöld í Rúmeníu, og raunar víðar, um að búa betur að börnum sem búa við erfiðar heimilisaðstæður og alast upp á opinberum munaðarleysingjahælum. Eftir að Ceausescu var steypt af stóli urðu vannærð börn á munaðarleysingjahælum umtöluð í fjölmiðlum, og var þrýst mjög á um að hælunum yrði lokað hið snarasta. Það var gert, en þó án þess að huga að framtíðaráætlunum um hvernig ætti að hjálpa munaðarlausum börnum. Tugþúsundir barna lentu á milli í kerfinu og fóru flest á götuna eins og fyrr segir. Mikið átak hefur verið gert til þess að bæta aðstöðu á munaðarleysingjahælum í Austur-Evrópu en hún er víða slæm og ekki bara í Rúmeníu. Betur má þó ef duga skal. Munaðarlaus börn eru víða á götum stórborga í Rúmeníu, þrátt fyrir að mynd Belzberg og Held hafi ýtt við og vakið athygli á samfélagsmeini.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira