Fótbolti

Capello telur að England komist áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Fabio Capello segir að enska landsliðið eigi sér enn sess í hans hjarta þó svo að hann hafi fyrr á árinu sagt af sér starfi landsliðsþjálfara í Englandi.

Roy Hodgson tók við og undir hans stjórn náði enska liðið jafntefli gegn því franska í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Næsti leikur verður gegn Svíþjóð á föstudaginn.

„England stendur mér nærri. Ég vann með leikmönnunum og mörgum öðrum þar í landi í fjögur ár. Fyrsti leikurinn, gegn Frökkum, var mjög mikilvægur því það var mikil pressa á stjóranum. En liðið er virkilega sterkt," sagði hann.

„Hvorugt lið tók mikla áhættu í leiknum en enska liðið varðist vel. Joe Hart er frábær markvörður og stóð sig mjög vel. Þeir eru með lykilmenn í mikilvægum stöðum. Steven Gerrard er stórhættulegur af löngu færi og úr aukaspyrnu og þá er John Terry hjarta liðsins. Hann hvetur sína menn áfram."

„Mér finnst ég eiga hlut í þessu og ég tel að þeir komist áfram. Ég vona að Roy verði ánægður eftir þriðja leikinn. Ég vil að þeir vinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×