Fótbolti

Gomez ósáttur við gagnrýni í heimalandinu

Gomez fagnar í kvöld.
Gomez fagnar í kvöld.
Þýska markamaskínan Mario Gomez hefur fengið að finna fyrir því að það er ekki bara nóg að skora til þess að komast í mjúkinn hjá þýskum knattspyrnuspekingum.

Gomez skoraði eina markið í 1-0 sigri á Portúgal og var samt gagnrýndur eftir leikinn fyrir að hreyfa sig ekki nógu mikið og gefa ekki nóg af sér.

Hann svaraði þeirri gagnrýni með því að skora bæði mörk Þjóðverja í sigrinum á Hollandi í kvöld.

"Ég þarf ekki á svona gagnrýni að halda. Pressa er alveg næg fyrir. Það er leiðinlegt að svona komi fyrir. Ég legg mig alltaf allan fram," sagði framherjinn.

"Mörkin voru mikilvæg og ég er ánægður með að liðið standi á bak við mig. Það var ekkert rétt við að skora sigurmark gegn Portúgal og vera svo laminn í framan þrjá daga í röð. Það gerði mér ekki auðvelt fyrir. Strákarnir og þjálfarinn segjast trúa á mig og það hjálpar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×