Fótbolti

Reyndu að hitta beran bossann á varamarkverðinum

Wiland bíður hér örlaga sinna. Hann slapp vel.
Wiland bíður hér örlaga sinna. Hann slapp vel.
Sænska landsliðið er harðlega gagnrýnt í dag og leikmenn liðsins eru kallaðir slæmar fyrirmyndir eftir uppákomu sem átti sér stað á æfingu liðsins eftir tapið gegn Úkraínu.

Þar reyna nokkrir leikmenn liðsins að sparka bolta í beran afturendann á varamarkverði Svía, Johan Willand.

Sá hafði tapað í leik undir lok æfingar. Refsingin var sú að hann þurfti að girða niður um sig og snúa berum afturendanum í leikmenn sem reyndu að hitta í hann.

Samtök gegn einelti í Svíþjóð segja að ábyrgðarleysi leikmanna sé hrikalegt. Þeir minna á að ungviðið líti á leikmenn sem fyrirmyndir og gætu farið að taka upp á sömu brögðum.

Það er sænska blaðið Expressen sem birtir myndskeið af þessu á heimasíðu sinni í dag á EXPRESSEN.TV.

Myndskeiðið er birt í óþökk sænska knattspyrnusambandsins sem reyndi að stöðva birtingu myndbandsins sem má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×