Fótbolti

Van der Vaart: Megum ekki gefast upp

Van der Vaart og félagar eftir leikinn í kvöld.
Van der Vaart og félagar eftir leikinn í kvöld.
Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart neitar að gefast upp þó svo Holland sé stigalaust á botni dauðariðils EM eftir fyrstu tvo leikina.

Holland á enn möguleika á að komast áfram. Þá þarf liðið að leggja Portúgal 2-0 og treysta á að Þýskaland vinni Danmörk.

"Við megum ekki gefast upp heldur verðum við að trúa því að þetta sé hægt. Þetta er ekki búið," sagði Van der Vaart eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld.

"Þýskaland er með frábært lið. Við gáfum allt sem við áttum í seinni hálfleik en það dugði ekki til."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×