Enski boltinn

Tottenham: Ekki sjálfgefið að Redknapp taki við enska landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Keith Mills, einn forráðamanna Tottenham, segir að það sé ekki sjálfgefið að Harry Redknapp verði næsti landsliðsþjálfari Englands þó svo að eftir því yrði leitað.

Enska knattspyrnusambandið hefur ekki haft samband við Tottenham vegna Redknapp sem þykir langlíklegastur til að taka við starfinu af Fabio Capello sem sagði af sér í gær.

„Harry þarf að ákveða sig hvort hann vilji starfið eða vera áfram hjá Tottenham," sagði Mills. „Ég er viss um að hann er ekki sá eini sem kemur til greina. Það er ekki sjálfgefið að það verði endilega rætt við hann."

Alan Pardew, stjóri Newcastle, hefur einnig verið orðaður við starfið en sagði við enska fjölmiðla í morgun að hann ætli að vera áfram hjá Newcastle.

Stuart Pearce, stjóri U-21 liðs Englands, hefur einnig verið orðaður við starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×