Enski boltinn

Cleverley spilar mögulega gegn Liverpool um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Líkur eru á því að miðjumaðurinn Tom Cleverley spili með Manchester United gegn Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Cleverley hefur verið frá vegna meiðsla síðan í lok október en þá meiddist hann í leik gegn Chelsea. Hann fór með til Lundúna um helgina sem nítjándi leikmaður þegar að United gerði 3-3 jafntefli við Chelsea og átti að spila leik með varaliðinu í gærkvöldi. Leiknum var hins vegar frestað vegna veðurs.

Hann þótti standa sig vel með United í upphafi leiktíðar og var til að mynda valinn í enska landsliðið. United hefur lent í basli á miðjunni á tímabilinu og væru það afar góðar fréttir fyrir liðið að fá Cleverley til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×