Enski boltinn

Capello kallaður á teppið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, mun í dag fara á fund forráðamanna enska knattspyrnusambandsins vegna deilunnar um John Terry og fyrirliðastöðu enska landsliðsins.

Terry var sviptur fyrirliðabandinu af stjórn sambandsins vegna ásakana um að hann hafi verið með kynþáttafordóma í garð Anton Ferdinand, leikmann QPR, nú fyrr í haust. Málaferli standa yfir en réttarhöldum var á dögunum frestað þangað til í júlí sumar.

Enska sambandið sagði að Terry myndi ekki gegna fyrirliðahlutverkinu á meðan mál hans væru í óvissu en að honum væri frjálst að gefa áfram kost á sér í liðið. Capello var ósáttur við ákvörðun sambandsins og lýsti henni í samtali við ítalska fjömliðla um helgina.

Capello var kallaður á fund David Bernstein, stjórnarformann enska sambandsins og munu þeir ræða málið í dag. Samningur hans við sambandið rennur út eftir EM í sumar en óvíst er hvort að þetta verði til þess að hann muni jafnvel hætta áður en mótið hefst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×