Eru engir hommar í enska boltanum? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2012 23:30 Nýlega var frumsýnd heimildarmyndin „Britain's gay footballers" á BBC 3 sjónvarpstöðinni á Bretlandseyjum. Í myndinni leitar hin 23 ára Amal Fashanu að samkynhneigðum atvinnumönnum í knattspyrnu en það reynist henni þrautinni þyngri. Fashanu reynir hvað hún getur að ná tali af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni sem sýna engan áhuga á að ræða við hana um samkynhneigð í knattspyrnu. Joey Barton, leikmaður QPR, samþykkir þó að ræða um málið og sýnir á sér einlæga og allt aðra hlið en hann er þekktur fyrir á knattspyrnuvellinum. Fashanu fer á leik Brighton Hove & Albion gegn Leeds í Championship-deildinni. Margir af íbúum Brighton eru samkynhneigðir og syngja stuðningsmenn gestaliðsins oftar en ekki söngva þar sem gert er grín að samkynhneigð. Þá mælir Fashanu sér mót við leikarann Matt Lucas úr sjónvarpsþáttunum „Little Britain" en Lucas er samkynhneigður og dyggur stuðningsmaður Arsenal. Eini opinberi samkynhneigði knattspyrnumaður dagsins í dag, Anton Hysen sem spilar í 4. deild sænska boltans, er heimsóttur. Þá ræðir Fashanu við leikmenn Lundúnarliðsins Millwall um hvernig þeir myndu bregðast við ef liðsfélagi þeirra kæmi út úr skápnum. Amal Fashanu er frænka Justins heitins Fashanu sem svipti sig lífi árið 1998. Fashanu var fyrsti atvinnumaðurinn í knattspyrnu til að koma út úr skápnum. Enginn hefur fetað í fótspor hans síðan. Hann þótti afar hæfileikaríkur knattspyrnumaður og fyrsti blökkumaðurinn sem var keyptur á eina milljón punda. Óhætt er að segja að John Fashanu, bróðir Justin og faðir Amal, hafi ekki sýnt kynhneigð bróður síns mikinn skilning á sínum tíma. Amal sest niður með föður sínum í myndinni og ræðir við hann um ástæður þess og hvort hann sjái eftir viðbrögðum sínum. Hægt er að horfa á myndina í fjórum hlutum á youtube.Fyrsti hluti Annar hluti Þriðji hlutiFjórði hluti Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Sjá meira
Nýlega var frumsýnd heimildarmyndin „Britain's gay footballers" á BBC 3 sjónvarpstöðinni á Bretlandseyjum. Í myndinni leitar hin 23 ára Amal Fashanu að samkynhneigðum atvinnumönnum í knattspyrnu en það reynist henni þrautinni þyngri. Fashanu reynir hvað hún getur að ná tali af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni sem sýna engan áhuga á að ræða við hana um samkynhneigð í knattspyrnu. Joey Barton, leikmaður QPR, samþykkir þó að ræða um málið og sýnir á sér einlæga og allt aðra hlið en hann er þekktur fyrir á knattspyrnuvellinum. Fashanu fer á leik Brighton Hove & Albion gegn Leeds í Championship-deildinni. Margir af íbúum Brighton eru samkynhneigðir og syngja stuðningsmenn gestaliðsins oftar en ekki söngva þar sem gert er grín að samkynhneigð. Þá mælir Fashanu sér mót við leikarann Matt Lucas úr sjónvarpsþáttunum „Little Britain" en Lucas er samkynhneigður og dyggur stuðningsmaður Arsenal. Eini opinberi samkynhneigði knattspyrnumaður dagsins í dag, Anton Hysen sem spilar í 4. deild sænska boltans, er heimsóttur. Þá ræðir Fashanu við leikmenn Lundúnarliðsins Millwall um hvernig þeir myndu bregðast við ef liðsfélagi þeirra kæmi út úr skápnum. Amal Fashanu er frænka Justins heitins Fashanu sem svipti sig lífi árið 1998. Fashanu var fyrsti atvinnumaðurinn í knattspyrnu til að koma út úr skápnum. Enginn hefur fetað í fótspor hans síðan. Hann þótti afar hæfileikaríkur knattspyrnumaður og fyrsti blökkumaðurinn sem var keyptur á eina milljón punda. Óhætt er að segja að John Fashanu, bróðir Justin og faðir Amal, hafi ekki sýnt kynhneigð bróður síns mikinn skilning á sínum tíma. Amal sest niður með föður sínum í myndinni og ræðir við hann um ástæður þess og hvort hann sjái eftir viðbrögðum sínum. Hægt er að horfa á myndina í fjórum hlutum á youtube.Fyrsti hluti Annar hluti Þriðji hlutiFjórði hluti
Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Sjá meira