Lambert bestur í Championship | Poyet besti stjórinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2012 15:15 Rickie Lambert, framherji Southampton, var valinn besti leikmaður neðri deilda ensku knattspyrnunnar um helgina. Þá hlaut Gustavo Poyet, stjóri Brighton Hove & Albion, viðurkenningu fyrir góðan árangur í starfi. Það kom líklega fáum á óvart að verðlaunin, sem hafa verið veitt árlega frá 2006, féllu Lambert í skaut. Hann hefur farið á kostum í framlínu Southampton sem situr á toppi Championship-deildarinnar þrátt fyrir að vera nýliði. „Ég hef mikla reynslu og bæti alltaf í reynslubankann. Ég hef aldrei spilað betur en nú," sagði Lambert sem hefur skorað 25 mörk í 39 leikjum á tímabilinu og er markahæstur í deildinni. Lambert gekk til liðs við Southampton frá Bristol Rovers fyrir eina milljón punda haustið 2009. Hann hefur síðan skorað 82 mörk í 149 leikjum fyrir Dýrlingana. Jordan Rhodes, liðsfélagi Jóhannesar Karls Guðjónssonar hjá Huddersfield var valinn sá besti í C-deildinni. Matt Richie, lærisveinn Paulo Di Canio hjá Swindon, hlaut nafnbótina í D-deildinni. Þá hafði Gustavo Poyet, stjóri Brighton, betur í baráttu við Dougie Freedman, stjóra Crystal Palace, og Lee Clark, fyrrum stjóra Huddersfield. Mark ársins skoraði Peter Whittingham, samherji Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff, í leik liðsins gegn Barnsley. Það má sjá í spilaranum hér að ofan.Fyrri leikmenn ársins í Championship-deildinni: 2011: Adel Taarabt (QPR) 2010: Kevin Nolan (Newcastle) 2009: Sylvan Ebanks-Blake (Wolves) 2008: Kevin Phillips (West Brom) 2007: Jason Koumas (West Brom) 2006: Phil Jagielka (Sheffield United) Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira
Rickie Lambert, framherji Southampton, var valinn besti leikmaður neðri deilda ensku knattspyrnunnar um helgina. Þá hlaut Gustavo Poyet, stjóri Brighton Hove & Albion, viðurkenningu fyrir góðan árangur í starfi. Það kom líklega fáum á óvart að verðlaunin, sem hafa verið veitt árlega frá 2006, féllu Lambert í skaut. Hann hefur farið á kostum í framlínu Southampton sem situr á toppi Championship-deildarinnar þrátt fyrir að vera nýliði. „Ég hef mikla reynslu og bæti alltaf í reynslubankann. Ég hef aldrei spilað betur en nú," sagði Lambert sem hefur skorað 25 mörk í 39 leikjum á tímabilinu og er markahæstur í deildinni. Lambert gekk til liðs við Southampton frá Bristol Rovers fyrir eina milljón punda haustið 2009. Hann hefur síðan skorað 82 mörk í 149 leikjum fyrir Dýrlingana. Jordan Rhodes, liðsfélagi Jóhannesar Karls Guðjónssonar hjá Huddersfield var valinn sá besti í C-deildinni. Matt Richie, lærisveinn Paulo Di Canio hjá Swindon, hlaut nafnbótina í D-deildinni. Þá hafði Gustavo Poyet, stjóri Brighton, betur í baráttu við Dougie Freedman, stjóra Crystal Palace, og Lee Clark, fyrrum stjóra Huddersfield. Mark ársins skoraði Peter Whittingham, samherji Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff, í leik liðsins gegn Barnsley. Það má sjá í spilaranum hér að ofan.Fyrri leikmenn ársins í Championship-deildinni: 2011: Adel Taarabt (QPR) 2010: Kevin Nolan (Newcastle) 2009: Sylvan Ebanks-Blake (Wolves) 2008: Kevin Phillips (West Brom) 2007: Jason Koumas (West Brom) 2006: Phil Jagielka (Sheffield United)
Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira