Heiðarslaust lið QPR í frjálsu falli og útlitið svart Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2012 17:30 Mark Hughes kvartar yfir dómgæslunni á Reebok-vellinum. Einkenni fallliða er ekki síst það að svo virðist sem ekkert falli með þeim. Nordic Photos / Getty Lið QPR í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu beið enn einn ósigurinn er liðið sótti Bolton heim um helgina. Eftir tapið skaust Bolton upp úr fallsæti á kostnað QPR. Útlitið er svo sannarlega svart á Loftus Road í Lundúnum. Eftir ágætisbyrjun á tímabilinu í haust fór liðið flatt í desember og upphafi janúarmánaðar. Liðið gerði tvö jafntefli og tapaði fimm leikjum í sjö leikja sigurlausri hrinu sem kostaði knattspyrnustjórann Neil Warnock starf sitt. Warnock tókst á mettíma að koma QPR í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa tekið við liðinu þegar það var í miklu ströggli í B-deildinni í mars 2010. Ári síðar fögnuðu lærisveinar hans sigri í B-deildinni. Það var í sjöunda skipti sem Warnock fór með lið upp um deild en hann sagði afrekið sitt mesta á löngum stjóraferli. Á meðan Norwich og Swansea, hinir nýliðarnir í deildinni, hafa heillað knattspyrnuunnendur og eru í góðri stöðu hefur farið lítið fyrir lofi í garð QPR. Þeirra mest skapandi leikmaður í B-deildinni á síðustu leiktíð, Marokkóbúinn Adel Taraabt, hefur glímt við meiðsli og var auk þess ekki í náðinni hjá Warnock. Taraabt var kjörinn besti leikmaðurinn í B-deildinni á síðasta ári og munar um fjarveru hans. Hlutverk reynsluboltans og meiðslapésans Kieron Dyer verið öllu minna en reiknað var með. Kappinn hefur verið frá, jú þú giskaðir á það, vegna meiðsla. Þá hefur frammistaða Shaun Wright-Phillips, sem átti að miðla af úrvalsdeildarreynslu sinni og efla sóknarleik QPR, valdið vonbrigðum.Stjóraskiptin ekki breytt neinu Tony Fernandez skipti um stjóra í brúnni í janúar og mætti Mark Hughes til starfa. Óhætt er að segja að þau skipti hafi ekki borið árangur enn sem komið er. Hughes hefur fengið fimm stig af 24 mögulegum (21% árangur) sem er hlutfallslega slakari árangur en hjá Warnock (28% árangur). Hughes fékk fyrrum lærisvein sinn hjá Fulham, Bobby Zamora, til liðs við félagið í janúarglugganum og kappinn skoraði í sínum fyrsta leik. Slíkt hið sama gerði Frakkinn Dijbril Cisse en fékk reisupassann í næsta leik á eftir. Cisse gæti þó, líkt og Zamora, reynst mikilvægur í botnslagnum en hann var aftur á skotskónum gegn Bolton um helgina og hefur skorað tvö mörk í „rúmlega" tveimur leikjum. Þegar leikjalisti QPR næstu vikurnar er skoðaður er lítil ástæða til bjartsýni. Liðið á til að mynda eftir að mæta sex efstu liðum deildarinnar en tíu leikir lifa móts. Síðasti leikur tímabilsins er á Etihad-vellinum í Manchester. Heiðar Helguson hefur verið frá keppni síðan í lok janúar þegar hann fór af velli í bikarleik gegn Chelsea (sem tapaðist) vegna nárameiðsla.LeikjalistinnÍ mars: Liverpool (heima) Sunderland (úti) Arsenal (heima)Í apríl Man. Utd (úti) Swansea (heima) WBA (úti) Tottenham (heima) Chelsea (úti)Í maí Stoke (heima) Manchester City (úti) Líklega eru það aðeins bjartsýnustu stuðningsmenn QPR sem hafa trú á því að liðið haldi sæti sínu í deildinni. Þeir geta þakkað fyrir að fjögur önnur lið hafa skorið sig úr í nokkuð afgerandi fallbaráttu með slakri frammistöðu á tímabilinu. Þegar svo er skipta innbyrðisviðureignir botnliðanna öllu máli. Því er líklegt að tapið gegn Bolton á Reebok-vellinum um helgina reynist liðinu dýrkeypt þegar uppi verður staðið. Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Lið QPR í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu beið enn einn ósigurinn er liðið sótti Bolton heim um helgina. Eftir tapið skaust Bolton upp úr fallsæti á kostnað QPR. Útlitið er svo sannarlega svart á Loftus Road í Lundúnum. Eftir ágætisbyrjun á tímabilinu í haust fór liðið flatt í desember og upphafi janúarmánaðar. Liðið gerði tvö jafntefli og tapaði fimm leikjum í sjö leikja sigurlausri hrinu sem kostaði knattspyrnustjórann Neil Warnock starf sitt. Warnock tókst á mettíma að koma QPR í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa tekið við liðinu þegar það var í miklu ströggli í B-deildinni í mars 2010. Ári síðar fögnuðu lærisveinar hans sigri í B-deildinni. Það var í sjöunda skipti sem Warnock fór með lið upp um deild en hann sagði afrekið sitt mesta á löngum stjóraferli. Á meðan Norwich og Swansea, hinir nýliðarnir í deildinni, hafa heillað knattspyrnuunnendur og eru í góðri stöðu hefur farið lítið fyrir lofi í garð QPR. Þeirra mest skapandi leikmaður í B-deildinni á síðustu leiktíð, Marokkóbúinn Adel Taraabt, hefur glímt við meiðsli og var auk þess ekki í náðinni hjá Warnock. Taraabt var kjörinn besti leikmaðurinn í B-deildinni á síðasta ári og munar um fjarveru hans. Hlutverk reynsluboltans og meiðslapésans Kieron Dyer verið öllu minna en reiknað var með. Kappinn hefur verið frá, jú þú giskaðir á það, vegna meiðsla. Þá hefur frammistaða Shaun Wright-Phillips, sem átti að miðla af úrvalsdeildarreynslu sinni og efla sóknarleik QPR, valdið vonbrigðum.Stjóraskiptin ekki breytt neinu Tony Fernandez skipti um stjóra í brúnni í janúar og mætti Mark Hughes til starfa. Óhætt er að segja að þau skipti hafi ekki borið árangur enn sem komið er. Hughes hefur fengið fimm stig af 24 mögulegum (21% árangur) sem er hlutfallslega slakari árangur en hjá Warnock (28% árangur). Hughes fékk fyrrum lærisvein sinn hjá Fulham, Bobby Zamora, til liðs við félagið í janúarglugganum og kappinn skoraði í sínum fyrsta leik. Slíkt hið sama gerði Frakkinn Dijbril Cisse en fékk reisupassann í næsta leik á eftir. Cisse gæti þó, líkt og Zamora, reynst mikilvægur í botnslagnum en hann var aftur á skotskónum gegn Bolton um helgina og hefur skorað tvö mörk í „rúmlega" tveimur leikjum. Þegar leikjalisti QPR næstu vikurnar er skoðaður er lítil ástæða til bjartsýni. Liðið á til að mynda eftir að mæta sex efstu liðum deildarinnar en tíu leikir lifa móts. Síðasti leikur tímabilsins er á Etihad-vellinum í Manchester. Heiðar Helguson hefur verið frá keppni síðan í lok janúar þegar hann fór af velli í bikarleik gegn Chelsea (sem tapaðist) vegna nárameiðsla.LeikjalistinnÍ mars: Liverpool (heima) Sunderland (úti) Arsenal (heima)Í apríl Man. Utd (úti) Swansea (heima) WBA (úti) Tottenham (heima) Chelsea (úti)Í maí Stoke (heima) Manchester City (úti) Líklega eru það aðeins bjartsýnustu stuðningsmenn QPR sem hafa trú á því að liðið haldi sæti sínu í deildinni. Þeir geta þakkað fyrir að fjögur önnur lið hafa skorið sig úr í nokkuð afgerandi fallbaráttu með slakri frammistöðu á tímabilinu. Þegar svo er skipta innbyrðisviðureignir botnliðanna öllu máli. Því er líklegt að tapið gegn Bolton á Reebok-vellinum um helgina reynist liðinu dýrkeypt þegar uppi verður staðið.
Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira