Bað um íslenska listamenn 21. ágúst 2012 10:00 Hér eru samstarfskonurnar Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir og Beth Orton á veitingastaðnum Luciens í New York eftir Late Show með David Letterman. Mynd/Michael Nevin Söngkonan Beth Orton fékk tvíeykið Árna & Kinski og Hrafnhildi Hólmgeirsdóttur til að vinna tónlistarmyndband fyrir sig á dögunum. Leikstjóratvíeykið Árni & Kinski leikstýrði fyrir skömmu nýju myndbandi ensku indí-söngkonunnar Beth Orton. Hún er þekkt fyrir rafskotna þjóðlagatónlist. Tónlistarmyndbandið er við lagið Magpie sem er væntanlegt á nýrri breiðskífu hennar Sugaring Season í byrjun október og fóru tökur fram í Colorado í Bandaríkjunum. Með þeim vann stílistinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir. „Stewart, umboðsmaður Beth, hringdi í okkur fyrir tveimur mánuðum,“ segir Stefán Árni sem leikstýrði ásamt Sigga Kinski. Þeir hafa gert fjölda tónlistarmyndbanda, þar á meðal fyrir Snow Patrol, Placebo, Ólöfu Arnalds og Sigur Rós. Beth þekkti til vinnu þeirra og Hrafnhildar og bað sérstaklega um samstarf. „Ég held satt best að segja að þetta hafi komið frá henni. Það er langbest þegar listamaðurinn velur samstarfsmenn sína. Það byggir upp ákveðið traust og gerir allt auðveldara,“ segir Stefán en Beth hefur listræna stjórn yfir vinnu sinni. Myndbandið var tekið upp á ótrúlega sjónrænum stað. „Við vorum uppi á The Great Sand Dunes en þar eru risastórar sandöldur.“ Hrafnhildur bætir við að aðstæður hafi verið frekar erfiðar; mikil hæð yfir sjávarmáli og hiti í það minnsta fjörutíu gráður. Hún sá einnig um klæðnað fyrir komu Beth í þáttinn Late Show með David Letterman en hann var sýndur vestra 15. ágúst. Þar klæddist hún kjól frá Aftur, hönnun Báru Hólmgeirsdóttur, og bar hálsmen frá Kríu, skartgripahönnun Jóhönnu Methúsalemsdóttir. Ekki nægðu þessi íslensku tengsl heldur farðaði Andrea Helgadóttir og Tinna Empera Arlexdóttir annaðist hár. „Í myndbandinu er hún líka í kjól frá Aftur og með hátt í hundrað metra handhnýtt bönd sem mynda sviðsmynd sem ég gerði,“ segir Hrafnhildur og lýsir umstanginu í kringum þáttinn. „Þetta var algjört ævintýri. Svo var fyndið að hafa Lionel Richie í næsta herbergi. Skemmtilegast var þó að vinna fyrir Beth því hún er yndisleg manneskja,“ segir hún og lýsir henni sem ókrýndri drottningu þjóðlagatónlistar. hallfridur@frettabladid.is Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Söngkonan Beth Orton fékk tvíeykið Árna & Kinski og Hrafnhildi Hólmgeirsdóttur til að vinna tónlistarmyndband fyrir sig á dögunum. Leikstjóratvíeykið Árni & Kinski leikstýrði fyrir skömmu nýju myndbandi ensku indí-söngkonunnar Beth Orton. Hún er þekkt fyrir rafskotna þjóðlagatónlist. Tónlistarmyndbandið er við lagið Magpie sem er væntanlegt á nýrri breiðskífu hennar Sugaring Season í byrjun október og fóru tökur fram í Colorado í Bandaríkjunum. Með þeim vann stílistinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir. „Stewart, umboðsmaður Beth, hringdi í okkur fyrir tveimur mánuðum,“ segir Stefán Árni sem leikstýrði ásamt Sigga Kinski. Þeir hafa gert fjölda tónlistarmyndbanda, þar á meðal fyrir Snow Patrol, Placebo, Ólöfu Arnalds og Sigur Rós. Beth þekkti til vinnu þeirra og Hrafnhildar og bað sérstaklega um samstarf. „Ég held satt best að segja að þetta hafi komið frá henni. Það er langbest þegar listamaðurinn velur samstarfsmenn sína. Það byggir upp ákveðið traust og gerir allt auðveldara,“ segir Stefán en Beth hefur listræna stjórn yfir vinnu sinni. Myndbandið var tekið upp á ótrúlega sjónrænum stað. „Við vorum uppi á The Great Sand Dunes en þar eru risastórar sandöldur.“ Hrafnhildur bætir við að aðstæður hafi verið frekar erfiðar; mikil hæð yfir sjávarmáli og hiti í það minnsta fjörutíu gráður. Hún sá einnig um klæðnað fyrir komu Beth í þáttinn Late Show með David Letterman en hann var sýndur vestra 15. ágúst. Þar klæddist hún kjól frá Aftur, hönnun Báru Hólmgeirsdóttur, og bar hálsmen frá Kríu, skartgripahönnun Jóhönnu Methúsalemsdóttir. Ekki nægðu þessi íslensku tengsl heldur farðaði Andrea Helgadóttir og Tinna Empera Arlexdóttir annaðist hár. „Í myndbandinu er hún líka í kjól frá Aftur og með hátt í hundrað metra handhnýtt bönd sem mynda sviðsmynd sem ég gerði,“ segir Hrafnhildur og lýsir umstanginu í kringum þáttinn. „Þetta var algjört ævintýri. Svo var fyndið að hafa Lionel Richie í næsta herbergi. Skemmtilegast var þó að vinna fyrir Beth því hún er yndisleg manneskja,“ segir hún og lýsir henni sem ókrýndri drottningu þjóðlagatónlistar. hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög