Lífið

Vinsæl leikkona

Emma Stone mun leika í næstu kvikmynd leikstjórans Cameron Crowe.
Emma Stone mun leika í næstu kvikmynd leikstjórans Cameron Crowe. Nordicphotos/getty
Leikkonan Emma Stone fer með hlutverk í næstu kvikmynd leikstjórans Cameron Crowe. Stone er önnum kafin um þessar mundir og mun leika í kvikmynd Crowe áður en hún fer í tökur á framhaldsmynd The Amazing Spiderman.

Crowe er þekktur fyrir að leikstýra fallegum og ljúfum kvikmyndum á borð við Jerry Maguire, Almost Famous og We Bought a Zoo. Hann leikstýrði einnig myndunum Vanilla Sky og Elizabethtown sem skartaði Orlando Bloom og Kirsten Dunst í forgrunni.

Stone sló í gegn í kvikmyndinni Superbad og hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem ein vinsælasta leikkona Bandaríkjanna enda er hún með eindæmum geðþekk og skemmtileg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.