Fótbolti

Robben: Versta tímabilið á mínum ferli

Síðustu vikur hafa ekki verið auðveldar fyrir Hollendinginn Arjen Robben og ekki að ástæðulausu að hann segi að þetta tímabil sé það versta á hans ferli.

Lið hans FC Bayern tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar, bikarúrslitaleiknum í Þýskalandi og horfði einnig á eftir þýska meistaratitlinum. Svo fór hann á EM með Hollandi þar sem liðið tapaði öllum sínum leikjum.

"Þetta er versta tímabilið á mínum ferli. Það gekk hvorki vel hjá Bayern né með landsliðinu. Þetta er með ólíkindum og það sem særir mig enn meira er hvað ég hlakkaði mikið til tímabilsins," sagði Robben svekktur.

"Það var áfall að tapa úrslitaleik Meistaradeildarinnar en það kom enn meira á óvart að landsliðinu skildi ganga svona illa. Verstu svartsýnismenn sáu þetta ekki einu sinni fyrir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×