Fótbolti

Blokhin: Öll pressan er á enska liðinu

Það styttist í leik Englands og Úkraínu. Oleg Blokhin, landsliðsþjálfari Úkraínu, segist fara afslappaður inn í leikinn enda sé öll pressan á enska landsliðinu.

Englandi dugar stig til þess að komast áfram en Úkraína þarf að vinna.

"Þeir verða í meiri vandræðum en við. Englendingarnir verða stressaðri en við höfum aftur á móti engu að tapa. Þeir eru eitt af sigurstranglegri liðum mótsins og þess ætlast til af þeim að þeir fari í úrslitaleikinn," sagði Blokhin.

Úkraína vann Svíþjóð í fyrsta leik sínum á EM, 2-1, en tapaði svo, 2-0, gegn Frökkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×