Fótbolti

Þjálfari Ítala tók reiðikasti Balotelli ekki persónulega

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Cesare Prandelli, þjálfari Ítala, var ekki að kippa sér mikið upp við reiðikast Mario Balotelli eftir að Balotelli skoraði í sigrinum á Írum á EM í gærkvöldi.

Mario Balotelli var augljóslega reiður þjálfaranum sínum eftir að Prandelli setti hann á bekkinn fyrir lokaleik Ítala í riðlinum. Liðsfélagar hans þurftu að halda fyrir muninn á Balotelli þegar hann öskraði í átt til Prandelli eftir að hann skoraði glæsilegt mark undir lok leiksins.

„Svona hagar hann sér bara. Við þekkjum hann öll en oftast er Balotelli algjör gulldrengur. Ég veit það hreinlega ekki hvort að hann var reiður mér eða ekki en ég mun spyrja hann að því," sagði Cesare Prandelli.

„Ég var aftur á móti hrifinn af því hvernig liðsfélagarnir hans komu til hans og pössuðu upp á hann. Bonucci stóð sig vel og þetta atvik sýndi að það er góður andi innan liðsins," sagði

Prandelli.

„Ef Mario ætlar sér að verða meistari þá þarf hann að átta sig á því að það er enginn að reyna spilla fyrir honum. Hann verður bæði að læra það að taka gagnrýni og það að þurfa að sitja á bekknum," sagði Prandelli og bætti við:

„Í gær kom hann inn á völlinn og gerði einmitt það sem var ætlast til af honum. Ég er ánægður með hann og Cassano sem og allt liðið," sagði Prandelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×