Rúmur meirihluti vill Ólaf Ragnar áfram Lillý Valgerður Pétursdóttir. skrifar 12. febrúar 2012 19:45 Rúmur meirihluti þjóðarinnar vill að Ólafur Ragnar Grímsson gefi aftur kost á sér í forsetaembættið. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Ólafur Ragnar gaf sterklega í skyn í nýársávarpi sínu að hann ætli sér ekki að sækjast eftir endurkjöri næsta sumar. Ólafur lýkur þá sínu fjórða kjörtímabili en hann tók við embætti forseti árið 1996. Mörgum þótti sem Ólafur hefði þó ekki útilokað í ræðu sinni að bjóða sig aftur fram. Fjölmargir hafa því stigið fram og skorað á hann að gefa áfram kost á sér. Fréttastofa ákvað að kanna hvort að landsmenn vilja almennt að Ólafur bjóði sig aftur fram. Niðurstaðan er ekki afgerandi en engu að síður sýnir ný skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins að meirihluti þjóðarinnar vill að Ólafur gefi áfram kost á sér. 54% vilja að Ólafur sækist eftir því að gegna embættinu í fimmta sinn en 46% vilja hins vegar að hann láti gott heita og hætti í sumar. Lítill munur er á afstöðu kynjanna. Ólafur virðist eiga fleiri stuðningsmenn á landsbyggðinni. Þar vilja rúm sextíu prósent að hann bjóði sig aftur fram en í höfuðborginni 50%. Þá er yngra fólk frekar á því að hann eigi að sækjast eftir endurkjöri. 59% þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára vilja að bjóði sig aftur fram en aðeins 46% þeirra sem hafa náð sextugsaldri. Þá er nokkur munur á afstöðu fólks eftir því hvaða flokk það styður. Af þeim sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef að kosið yrði nú þá vilja 63% að Ólafur sækist eftir endurkjöri en aðeins 32% þeirra sem styðja Samfylkinguna. Hringt var í átta hundruð manns áttunda og níunda febrúar síðastliðinn sem valdir voru með slembivali úr þjóðskrá. Níutíu prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir fréttastofu hefur forsetinn ekki verið tilbúinn að veita viðtal um hvort að til greina komi að hann sækist eftir endurkjöri. Framboðsfrestur til forseta rennur út eftir rúma þrjá mánuði og hefur enn enginn gefið kost á sér. Ætla má margir séu að bíða eftir að Ólafur skýri mál sitt. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Rúmur meirihluti þjóðarinnar vill að Ólafur Ragnar Grímsson gefi aftur kost á sér í forsetaembættið. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Ólafur Ragnar gaf sterklega í skyn í nýársávarpi sínu að hann ætli sér ekki að sækjast eftir endurkjöri næsta sumar. Ólafur lýkur þá sínu fjórða kjörtímabili en hann tók við embætti forseti árið 1996. Mörgum þótti sem Ólafur hefði þó ekki útilokað í ræðu sinni að bjóða sig aftur fram. Fjölmargir hafa því stigið fram og skorað á hann að gefa áfram kost á sér. Fréttastofa ákvað að kanna hvort að landsmenn vilja almennt að Ólafur bjóði sig aftur fram. Niðurstaðan er ekki afgerandi en engu að síður sýnir ný skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins að meirihluti þjóðarinnar vill að Ólafur gefi áfram kost á sér. 54% vilja að Ólafur sækist eftir því að gegna embættinu í fimmta sinn en 46% vilja hins vegar að hann láti gott heita og hætti í sumar. Lítill munur er á afstöðu kynjanna. Ólafur virðist eiga fleiri stuðningsmenn á landsbyggðinni. Þar vilja rúm sextíu prósent að hann bjóði sig aftur fram en í höfuðborginni 50%. Þá er yngra fólk frekar á því að hann eigi að sækjast eftir endurkjöri. 59% þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára vilja að bjóði sig aftur fram en aðeins 46% þeirra sem hafa náð sextugsaldri. Þá er nokkur munur á afstöðu fólks eftir því hvaða flokk það styður. Af þeim sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef að kosið yrði nú þá vilja 63% að Ólafur sækist eftir endurkjöri en aðeins 32% þeirra sem styðja Samfylkinguna. Hringt var í átta hundruð manns áttunda og níunda febrúar síðastliðinn sem valdir voru með slembivali úr þjóðskrá. Níutíu prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir fréttastofu hefur forsetinn ekki verið tilbúinn að veita viðtal um hvort að til greina komi að hann sækist eftir endurkjöri. Framboðsfrestur til forseta rennur út eftir rúma þrjá mánuði og hefur enn enginn gefið kost á sér. Ætla má margir séu að bíða eftir að Ólafur skýri mál sitt.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira