Leið Hagsmunasamtaka heimilanna óraunhæf að mati ráðherra Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. janúar 2012 19:40 Forsætisráðherra segir skýrslu Hagfræðistofnunar sýna að tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna um almenna lækkun allra íbúðaskulda séu því miður ekki raunhæfar. Hins vegar sé unnið að málefnum þeirra sem fengu svokölluð lánsveð. Þá sé verið að skoða afnám verðtryggingar í áföngum. Samkvæmt tölum frá Samtökum fjármálafyrirtækja hafa íbúðalán þegar verið færð niður um 144 milljarða króna vegna 110% leiðar, sértækrar skuldaaðlögunar og endurreiknings gengislána. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ segir að ef leið Hagsmunasamtaka heimilanna um 18,7 prósenta lækkun höfuðstóls íbúðalána verði farin muni það kosta 200 milljarða króna og að langstærstur hluti kostnaðarins lendi á skattgreiðendum.Jafngildir niðurskurði ríkisins á þremur árum Sýnir þetta ekki, svo ekki verður um villst að þessar tillögur eru óraunhæfar? „Því miður held ég að svo sé. Við erum að tala um, eins og þú segir, um 200 milljarða króna og 140 milljarðar myndu lenda á Íbúðalánasjóði, eða með öðrum orðum ríkinu. Og síðan á bönkunum að hluta og 35-40 milljarðar á lífeyrissjóðunum. Þetta þýðir að skattgreiðendur og lífeyrisþegar þurfa að bera þetta ef út í það yrði farið. Síðan erum við að ræða um sambærilega upphæð og við höfum farið í gegnum í niðurskurði, til að ná niður halla á ríkissjóði, á þremur árum. Sem hefur nú kostað blóð, svita og tár. Þannig að við erum að tala um verulegar fjárhæðir," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.Einsdæmi í heiminum Erlendis hefur verið gripið til ýmissa ráða til þess að létta vanda skuldugra íbúðaeigenda eftir að skuldakreppan skall á. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Hagfræðistofnun hefur undir höndum verður ekki séð að höfuðstóll allra húsnæðislána hafi nokkurs staðar í heiminum verið færður niður með þeim hætti sem Hagsmunasamtök heimillanna fara fram á. Forsætisráðherra segir að á dagskránni sé að skoða leiðir sem miði að því að taka á málum þeirra sem eru með lánsveð. „Síðan finnst mér að við þurfum að skoða hvernig hægt er að ná niður verðtryggingunni, afnema hana í áföngum og að um það geti náðst samstaða," segir forsætisráðherra og bætir við að verið sé að skoða leiðir til að koma til móts við þá sem keyptu sínar fyrstu íbúðir á árunum 2005-2008 með einhverjum úrræðum í gegnum skattkerfið. „Annað held ég að því miður sé ekki raunhæft." thorbjorn@stod2.is Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira
Forsætisráðherra segir skýrslu Hagfræðistofnunar sýna að tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna um almenna lækkun allra íbúðaskulda séu því miður ekki raunhæfar. Hins vegar sé unnið að málefnum þeirra sem fengu svokölluð lánsveð. Þá sé verið að skoða afnám verðtryggingar í áföngum. Samkvæmt tölum frá Samtökum fjármálafyrirtækja hafa íbúðalán þegar verið færð niður um 144 milljarða króna vegna 110% leiðar, sértækrar skuldaaðlögunar og endurreiknings gengislána. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ segir að ef leið Hagsmunasamtaka heimilanna um 18,7 prósenta lækkun höfuðstóls íbúðalána verði farin muni það kosta 200 milljarða króna og að langstærstur hluti kostnaðarins lendi á skattgreiðendum.Jafngildir niðurskurði ríkisins á þremur árum Sýnir þetta ekki, svo ekki verður um villst að þessar tillögur eru óraunhæfar? „Því miður held ég að svo sé. Við erum að tala um, eins og þú segir, um 200 milljarða króna og 140 milljarðar myndu lenda á Íbúðalánasjóði, eða með öðrum orðum ríkinu. Og síðan á bönkunum að hluta og 35-40 milljarðar á lífeyrissjóðunum. Þetta þýðir að skattgreiðendur og lífeyrisþegar þurfa að bera þetta ef út í það yrði farið. Síðan erum við að ræða um sambærilega upphæð og við höfum farið í gegnum í niðurskurði, til að ná niður halla á ríkissjóði, á þremur árum. Sem hefur nú kostað blóð, svita og tár. Þannig að við erum að tala um verulegar fjárhæðir," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.Einsdæmi í heiminum Erlendis hefur verið gripið til ýmissa ráða til þess að létta vanda skuldugra íbúðaeigenda eftir að skuldakreppan skall á. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Hagfræðistofnun hefur undir höndum verður ekki séð að höfuðstóll allra húsnæðislána hafi nokkurs staðar í heiminum verið færður niður með þeim hætti sem Hagsmunasamtök heimillanna fara fram á. Forsætisráðherra segir að á dagskránni sé að skoða leiðir sem miði að því að taka á málum þeirra sem eru með lánsveð. „Síðan finnst mér að við þurfum að skoða hvernig hægt er að ná niður verðtryggingunni, afnema hana í áföngum og að um það geti náðst samstaða," segir forsætisráðherra og bætir við að verið sé að skoða leiðir til að koma til móts við þá sem keyptu sínar fyrstu íbúðir á árunum 2005-2008 með einhverjum úrræðum í gegnum skattkerfið. „Annað held ég að því miður sé ekki raunhæft." thorbjorn@stod2.is
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira