Enski boltinn

Áttunda mark Heiðars á tímabilinu | Brenndi af vítaspyrnu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar skorar úr vítaspyrnunni í dag.
Heiðar skorar úr vítaspyrnunni í dag. Nordic Photos / Getty Images
Heiðar Helguson lék allan leikinn í 3-1 sigri QPR á Wigan í dag og skoraði hann fyrsta markið úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Heiðar fékk reyndar tækifæri til að skora öðru sinni úr vítaspyrnu í seinni hálfleik en þá varði Ali Al-Habsi frá honum. Staðan var þá 2-1 fyrir QPR en Tommy Smith skoraði þriðja mark QPR tíu mínútum fyrir leikslok og gerði út um leikinn.

Akos Buzsaky kom QPR í 2-0 seint í fyrri hálfleik en Hugo Rodallega minnkaði muninn fyrir Wigan snemma í síðari hálfleik.

Wigan er því enn í botnsæti deiladrinnar með fimmtán stig en stigin þrjú sem QPR fékk í dag voru mikilvæg. Liðið er nú í sextánda sæti með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×