Erlent

Tyrkir svara árásum Sýrlendinga

Uppreisnarmaður í Aleppo.
Uppreisnarmaður í Aleppo. mynd/AFP
Ekki sér fyrir endann á deilu Sýrlendinga og Tyrkja. Sýrlenski stjórnarherinn lét sprengjum rigna yfir nokkur skotmörk á Tyrknesku landi í nótt og í kjölfarið svöruðu Tyrkir í sömu mynt.

Þetta er fimmti dagurinn í röð sem Tyrkir grípar til hernaðaraðgerða gegn yfirvöldum í Sýrlandi. Upphaf málsins má rekja til árása sýrlenska stjórnarhersins í síðust viku sem kostuðu fimm tyrki lífið.

Yfirvöld í Tyrklandi hafa hótað róttækum hernaðaraðgerðum hætti sýrlenski herinn ekki árásum sínum.

Hvað sem líður átökum landanna tveggja hafa átök haldið áfram í Aleppo, fjölmennustu börg Sýrlands, í dag. Þar bítast stjórnarhermenn og uppreisnarmenn um yfirráð yfir tveimur íbúðarhverfum.

Talið er að um þrjátíu þúsund manns hafi fallið frá því að uppreisnin gegn Bashar al-Assad og ríkisstjórnar hans hófst í mars á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×