Fótbolti

Kolbeinn skoraði í jafntefli

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson tryggði Ajax 2-2 jafntefli gegn AZ Alkmaar í fyrstu umferð hollensku deildarinnar í dag.

Gregory van der Wiel skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins níu mínútur en Jozy Altidore, landsliðsmaður Bandaríkjanna svaraði með tveimur mörkum fljótlega eftir hálfleik.

Jöfnunarmarkið kom svo á 83. mínútu og var þar að verki Kolbeinn Sigþórsson með góðu skoti. Hvorugt liðið náði að kreista fram sigur og endaði leikurinn því með 2-2 jafntefli.

Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á á 64. mínútu. Hann náði þó ekki að láta til sín taka á þeim tíma sem hann fékk.

Þetta var fyrsti leikur Kolbeins gegn AZ eftir félagsskipti hans til Ajax en hann missti af leikjum liðanna í fyrra vegna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×