Fótbolti

Mata hefur trú á enska landsliðinu

Mata fagnar með Chelsea.
Mata fagnar með Chelsea.
Spænski landsliðsmaðurinn Juan Mata sem spilar með Chelsea hefur fulla trú á enska landsliðinu á EM ólíkt flestum öðrum.

Það hefur allt verið upp í loft hjá enska landsliðinu síðan Fabio Capello hætti sem landsliðsþjálfari. Síðan hefur liðið missti lykilmenn í meiðsli upp á síðkastið.

"Ég veit ekki hvort þjálfaraskiptin muni hafa mikil áhrif á liðið. Fólk segir að Hodgson sé með allt annað kerfi en Capello en lykillinn er hvernig leikmenn aðlaga sig að nýja kerfinu," sagði Mata.

"Fyrir mér er England alltaf eitt þeirra liða sem getur unnið stórmót. Liðið er með leikmenn í hæsta gæðaflokki og þeir eru þess utan sterkir. Þráin og baráttan er einstök."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×