Fótbolti

EM-þjóðirnar Tékkland, Úkraína og Ítalía töpuðu allar í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roman Shirokov og eru góðir saman.
Roman Shirokov og eru góðir saman. Mynd/Nordic Photos/Getty
Tékkland, Úkraína og Ítalía töpuðu öll vináttulandsleikjum sínum í kvöld en þjóðirnar eru að undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem hefst eftir eina viku. Tékkar töpuðu 1-2 fyrir Ungverjum, Úkraínumenn lágu 2-3 á móti Austurríki og Rússar unnu 3-0 sigur á Ítölum í uppgjöri tveggja liða sem verða með á EM.

Aleksandr Kerzhakov (60. mínúta) og Roman Shirokov (76. og 89. mínúta) skoruðu mörk Rússa í 3-0 sigri á Ítalíu í Zurich í Sviss en þeir eruð báðir leikmenn Zenit Saint Petersburg. Ítalir voru þarna að tapa þriðja vináttulandsleiknum í röð og þeir hafa ekki skorað í neinum þeirra. Þetta var síðasti leikur ítalska liðsins fyrir EM þar sem að þeir mæta Heims- og Evrópumeisturum Spánverja í fyrsta leik.

Oleg Gusev jafnaði tvisvar fyrir Úkraínu á móti Austurríki í Innsbruck en Marko Arnautovic tryggði Austurríkismönnum 3-2 sigur með tveimur mörkum. Sigurmark hans kom á 89. mínútu. Zlatko Junuzović kom Austurríki í 1-0 strax á þriðju mínútu. Úkraínumenn eiga eftir að spila einn vináttulandsleik til viðbótar en þeir mæta Tyrkjum á þriðjudaginn.

Hinn 21 árs gamli Ádám Gyurcsó, leikmaður b-deildarliðsins Videoton, tryggði Ungverjum 2-1 sigur á Tékkum. Hann kom inn á sem varamaður á 65. mínútu og skoraði sigurmarkið á 88. mínútu. Balázs Dzsudzsák kom Ungverjum í 1-0 á 6. mínútu en Michal Kadlec jafnaði úr víti á 25. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×