Lygilegt snertimark tryggði Seattle sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. september 2012 10:15 Ákvörðunin umdeilda. Nordic Photos / GEtty Images Þriðju umferð tímabilsins í NFL-deildinni lauk í nótt með viðureign Seattle Seahawks og Green Bay Packers í nótt. Varadómararnir svokölluðu voru enn og aftur í sviðsljósinu. Allt stefndi í sigur Green Bay þegar að Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, átti langa sendingu frá eigin vallarhelmingi yfir í mark Green Bay um leið og leiktíminn rann út. Boltinn var gripinn samtímis af Golden Tate, samherja Wilson, og varnarmanninum MD Jennings. Dómararnir voru fyrst ekki sammála um hvort ætti að dæma snertimark eða ekki en dæmdu markið svo gilt, heimamönnum til mikillar ánægju. Seattle vann þar með viðureignina, 14-12, í jöfnum leik sem einkenndist af mikilli varnarbaráttu. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers og besti leikmaður síðasta tímabils, var tekinn niður af varnarmönnum Seattle átta sinnum í leiknum. Rodgers var skiljanlega grautfúll með niðurstöðuna í nótt og þá sérstaklega frammistöðu dómaranna. „Þetta var alveg skelfilegt. Skoðaðu bara endursýninguna sjálfur. Þetta var skelfilegt - meira segi ég ekki um þetta," sagði hann. „Ekki spyrja mig um dómarana," sagði Mike McCarthy, þjálfari Packers. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt á mínum ferli." NFL-dómarar hafa verið í verkfalli allt tímabilið og því hafa dómarar úr háskólaboltanum og hálfatvinnumannadeildum verið fengnir til að dæma leikina í haust. Þeir hafa tekið margar umdeildar ákvarðanir til þessa og snertimark Tate var sannarlega í þeim flokki. Green Bay hefur aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu en liðið þykir eitt hið allra besta í deildinni. NFL Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Þriðju umferð tímabilsins í NFL-deildinni lauk í nótt með viðureign Seattle Seahawks og Green Bay Packers í nótt. Varadómararnir svokölluðu voru enn og aftur í sviðsljósinu. Allt stefndi í sigur Green Bay þegar að Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, átti langa sendingu frá eigin vallarhelmingi yfir í mark Green Bay um leið og leiktíminn rann út. Boltinn var gripinn samtímis af Golden Tate, samherja Wilson, og varnarmanninum MD Jennings. Dómararnir voru fyrst ekki sammála um hvort ætti að dæma snertimark eða ekki en dæmdu markið svo gilt, heimamönnum til mikillar ánægju. Seattle vann þar með viðureignina, 14-12, í jöfnum leik sem einkenndist af mikilli varnarbaráttu. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers og besti leikmaður síðasta tímabils, var tekinn niður af varnarmönnum Seattle átta sinnum í leiknum. Rodgers var skiljanlega grautfúll með niðurstöðuna í nótt og þá sérstaklega frammistöðu dómaranna. „Þetta var alveg skelfilegt. Skoðaðu bara endursýninguna sjálfur. Þetta var skelfilegt - meira segi ég ekki um þetta," sagði hann. „Ekki spyrja mig um dómarana," sagði Mike McCarthy, þjálfari Packers. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt á mínum ferli." NFL-dómarar hafa verið í verkfalli allt tímabilið og því hafa dómarar úr háskólaboltanum og hálfatvinnumannadeildum verið fengnir til að dæma leikina í haust. Þeir hafa tekið margar umdeildar ákvarðanir til þessa og snertimark Tate var sannarlega í þeim flokki. Green Bay hefur aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu en liðið þykir eitt hið allra besta í deildinni.
NFL Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira