Fótbolti

99 landsleikir Gerrard í myndum

Steven Gerrard nær stórum áfanga í kvöld þegar hann leikur sinn 100. landsleik fyrir England. Hann er aðeins sjötti leikmaðurinn sem nær þeim áfanga.

Gerrard lék sinn fyrsta landsleik þann 31. maí árið 2000. Þá kom hann af bekknum í leik gegn Úkraínu og var svo valinn í hópinn fyrir EM. Þar kom hann aðeins við sögu í einum leik.

Fyrsta landsliðsmarkið kom í frægum 5-1 sigri Englands á Þýskalandi í undankeppni HM í september árið 2001.

Bæði að ofan og neðan má skoða fjölda mynda af landsleikjaferli Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×