Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Pogrebnyak með fullkomna þrennu

Rússinn Pavel Pogrebnyak skoraði þrennu fyrir Fulham í 5-0 sigri liðsins gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinn í fótbolta um helgina. Hinn 28 ára gamli lánsmaður frá þýska liðinu Stuttgart hefur skorað í öllum þeim þremur leikjum sem hann hefur tekið þátt í með Fulham.

Guðmundur Benediktsson æfði sig í því að bera nafn Pavel Pogrebnyak í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær þar sem þrennan frá Pogrebnyak fékk að njóta sín.

Alls hefur Pogrebnyak skorað 5 mörk í þremur leikjum og tryggt sigur í leikjum gegn Stoke og QPR.

Pogrebnyak hefur leikið með Spartak frá Moskvu og Zenit frá St. Pétursborg en hann er kraftmikill framherji, 1.88 m áh æð og rétt rúmlega 90 kg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×