Enski boltinn

Villas-Boas er undir mikilli pressu | Abramovich mætti á æfingasvæðið

Andre Villas-Boas knattspyrnustjóri Chelsea er undir miklum þrýstingi þessa dagana.
Andre Villas-Boas knattspyrnustjóri Chelsea er undir miklum þrýstingi þessa dagana. Getty Images / Nordic Photos
Andre Villas-Boas knattspyrnustjóri Chelsea er undir miklum þrýstingi þessa dagana. Eigandi liðsins Roman Abramovich gerði sér ferð á æfingasvæðið á laugardaginn fyrir leik Chelsea og Englandsmeistaraliðs Manchester United sem fram fór í gær. Samkvæmt enskum fjölmiðlum þurfti Abramovich að fá svör við ýmsum spurningum og hann ræddi Villas-Boas í langan tíma eftir að æfingunni lauk.

Chelsea glutraði niður þriggja marka forskoti gegn Man Utd í gær þar sem liðin skildu jöfn, 3-3. Eftir leikinn birtist Abramovich í búningsklefa liðsins og þar ræddi hann við leikmennina í dágóða stund.

Enskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að atvinnuöryggið sé mikið hjá Andre Villas-Boas og stuðningsmenn liðsins voru allt annað en ánægðir með niðurstöðuna gegn Man Utd.

Villas-Boas gagnrýndi Howard Webb dómara eftir 3-3 jafnteflið. Portúgalski knattspyrnustjórinn var ósammála vítaspyrnudómi sem féll hjá Webb eftir samskipti varnarmanns Chelsea, Branislav Ivanovic og Danny Welbeck framherja Man Utd. Wayney Rooney skoraði úr vítinu og minnkaði muninn í 3-2.

Sir Alex Ferguson var einnig ósáttur við Webb eftir leikinn. Ferguson taldi að Man Utd hefði átt að fá vítaspyrnu þegar Gary Cahill virtist hafa fellt Danny Welbeck í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×