Enski boltinn

Parker: Við söknuðum stjórans

Parker liggur hér á vellinum eftir að Luis Suarez hafði þrumað í magann á honum. Vildu margir sjá rautt þar en Suarez slapp með gult.
Parker liggur hér á vellinum eftir að Luis Suarez hafði þrumað í magann á honum. Vildu margir sjá rautt þar en Suarez slapp með gult.
Margir leikmenn áttu slakan leik á Anfield í kvöld en Scott Parker, miðjumaður Tottenham, var flottur og besti maður vallarins.

"Það er alltaf erfitt að koma á Anfield og það varð engin breyting á því í kvöld," sagði Parker eftir leikinn.

"Við vorum svolítið hægir en við fengum stig og héldum hreinu sem var jákvætt."

Harry Redknapp, stjóri Spurs, var ekki með liðinu í kvöld þar sem fluginu hans til Liverpool var frestað.

"Auðvitað hefur það áhrif að hafa ekki stjórann á hliðarlínunni. Harry kemur alltaf með kraft í okkur og er góður í að hvetja okkur áfram. Við erum búnir að sakna hans."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×